KENNSLULOK OG PRÓFAVIKA FRAMUNDAN

Síðasti kennsludagur í FSu var föstudaginn 6. maí og þá um leið hófst undirbúningur nemenda fyrir lokapróf sem reyndar fer MJÖG fækkandi í skólanum. Er það að sumu leyti í samræmi við áherslur í námskrá þar sem hvatt er til aukins símats. En einnig má segja að viðhorf skólasamfélagsins til lokaprófa hafi breyst. Þau eru ekki lengur talin sá algildi mælikvarði sem þau voru á þekkingu nemenda, færni og hæfni.

Sama dag kvaddi hópur útskriftarnemenda kennara, starfsmenn og aðra nemendur með því syngja og tralla í miðrýminu. Það er kallað dimmisjón og hefur verið fastur liður í starfi skólans frá upphafi. Ljósmyndin sýnir hins vegar samþjappaða nemendur þreyta lotupróf í íslenskuáfanganum BÓKVITI en í honum er fjallað um bókmenntir og menningu á miðöldum.

jöz