Aðalfundur 2008

??Aðalfundur Hollvarðasamtaka Fjölbrautaskóla Suðurlands 2008
Haldinn 23. maí 2008 kl. 16.20 í F.Su.
 

Þetta gerðist.

Formaður samtakanna, Hjörtur Þórarinsson, setti fund og stakk upp á Þór Vigfússyni sem fundarstjóra og Sigurði Eyþórssyni sem ritara. Það var samþykkt samhljóða. Fundargestir voru 11.Dagskrá
1. Skýrsla stjórnar.HÞ flutti skýrslu stjórnar og fór yfir helstu atriðin í starfinu umliðið ár. Haldnir hafa verið 2 bókaðir stjórnarfundir auk annara óformlegri funda. Veittir hafa verið styrkir til nemenda við útskrift skv. venju og þeir hafa nú verið hækkaðir í 50.000 kr. á mann. 20 einstaklingar (allt konur) hafa nú fengið námsstyrki Hollvarðasamtakanna frá upphafi. Félagsmenn eru nú 349, 298 einstaklingar og 51 lögaðili. Helgi Hermannsson kennari við F.Su hefur nú tekið við umsjón félagaskrár samtakanna af Sigurði Eyþórssyni. Skýrslan liggur fyrir í prentuðu formi og fylgir fundargerð. 

2. Reikningar.

Anna Árnadóttir flutti reikninga . Samtökin standa vel og er eigið fé þeirra nú tæpar 1.6 milljónir króna. Endurskoðaðir reikningar liggja fyrir í prentuðu formi og fylgja fundargerð.

 

Reikningar samþykktir samhljóða.

 

 

3. Árgjald.

 

 

Samþykkt samhljóða að árgjald yrði áfram óbreytt þ.e. 900 kr. fyrir einstaklinga og 3.600 fyrir lögaðila. Næsta fréttabréf kemur út í sept og verður sent út samhliða innheimtu félagsgjalda 2008.

 

 

 

4. Stjórnarkjör.

 

Formaður var endurkjörinn Hjörtur Þórarinsson og jafnframt aðrir stjórnarmenn þau Anna Árnadóttir og Sigurður Eyþórsson. Fulltrúi starfsmannafélags F.Su. er Nanna Þorláksdóttir en fulltrúi nemendafélagsins er nú Bjarni Rúnarsson. Skoðunarmenn, þeir Ásmundur Sverrir Pálsson og Gunnar Þorsteinsson voru ennfremur endurkjörnir.

 

 

 

5. Önnur mál.

 

Rætt var nokkuð um starf samtakanna og komu fram nokkrar hugmyndir sem stjórn var falið að skoða nánar.

 

 

a)      Fjárhæð styrkja. Fram kom það sjónarmið að námsstyrkir væru of lágir ekki síst í ljósi góðrar fjárhagsstöðu samtakanna. Farið var yfir forsendur styrkjanna en þeir miðuðust upphaflega við fjárhæð innritunargjalds í HÍ. Rætt var um að afburðanemendur ættu e.t.v. að fá hærri styrki sem ekki yrðu þá veittir á hverju ári.

b)      Rætt var um útbreiðslustarf. Fram kom hugmynd um að senda 5, 10 og 15 ára jubilöntum utan samtakanna bréf með tilboði um inngöngu á útskriftarafmælinu. Slíkt gæti verið skynsamlegt því áhugi á tengslum við skólann er oft meiri þegar að fólk eldist.

c)      Rætt var um möguleika á því að safna almennum styrkjum frá lögaðilum utan samtakanna.

d)     Rætt var um framleiðslu á merktum hlutum eins og t.d. pennum með merki samtakanna sem mætti nota til að hjálpa til við úbreiðslustarf.


Fleira ekki rætt. Fundi slitið
Fundargerð ritaði Sigurður Eyþórsson

 

 

Fylgiskjal 1.

Aðalfundur Hollvarðasamtaka F.Su. 23. maí 2008

Skýrsla stjórnar.

            Í stjórn Hollvarðasamtaka Fjölbrautaskólans, sem kosin var á aðalfundinum 25.maí 2007. eru Hjörtur Þórarinsson, formaður, Anna S. Árnadóttir gjaldkeri, Sigurður Eyþórsson ritari Nanna Þorláksd. fulltrúi starfsmanna skólans og Dóra Haraldsdóttir fulltrúi úr nemendaráði

            Skráðir stjórnar- og vinnufundir voru 12. apríl þar var rætt um drög að fréttabréfi nr. 4, uppfærslu á heimasíðu, frágangur á ársreikningum, innheimta árgjalda og veita styrk til lúkningar á frágangi mynda af Örlygi og Sigurði. Hinn 10. sept var rætt um að einfalda gagnakerfi Hollvarðasamtakanna. Helgi Hermannsson tekur það verk að sér. Þá upplýstist að gjaldkerinn hefur stöðuga vakt hvers konar bankareikningar veita besta ávöxtun. Á símafundi 20 des.var upplýst um hver skyldi hljóta námsstyrkinn að þessu sinni

Fréttabréf   ársins 2006 nr 4 var ekki sent út fyrr en í maí 2007. Þar sem útsending á gíróseðli fyrir árgjaldi ársins 2006 er látið fylgja fréttabréfinu, komu tekjur ársins 2006 ekki inn fyrr en á þessu ári. Síðan kom fréttabréf nr 5 út í október og fylgdu því gíróseðlar vegna árgjalds 2007. Vegna þess urðu tekjur ársins miklu hærri en eðlilegt var. Innkomin árgjöld ársins 2005 komu á reikningsárið 2006        

Heimasíða skólans. Undir heimasíðu skólans fsu.is er vefur samtakanna og hefur Helgi Hermannsson kennari við skólann séð um þá síðu í samráði við stjórn. Skoða má síðuna undir liðnum “Samstarf” á fsu.is. Helga eru færðar miklar þakkir fyrir þau tengsl sem hann hefur “netfest” milli okkar og hins mikla fjölda sem styrkir okkur í þögn en heldur tryggð við skólann sinn.

Námsstyrkir við skólaslit. Samþykkt var að veita námsstyrk til þess nemenda er fremst stæði í námsafköstum meðal jafningja sinna við lokapróf frá skólanum á hvorri önn. Á 7 árum hafa 18 nemendur hlotið alls 665.000, kr

Á vorönn        2007 fengu þær          Helga Höeg Sigurðardóttir og Þórfríður Soffía Haraldsdóttir 30.000 kr hver og á haustönn 2007 fékk Sara Kristín Finnbogadóttir 50.000, kr Formaður fylgdi styrkveitingu eftir með eftirfarandi áherslu. Markmið samtakanna er annars vegar að auka tengsl FSu við fyrrum nemendur sína og aðra þá sem bera hag skólans fyrir brjósti, hins vegar að styrkja og efla skólanneftir fremst megni, fjárhagslega eða á annan hátt, en einnig og ekki síst að rækta og alefla samband félagsfólks sín á milli.

Tengsl við árgangahópa var strax tekið fyrir og rætt að hafa samband við 10 og 20 ára árganga af hvorri önn fyrir sig. Við leitum uppi nokkru fyrir skólaslit tengiliði frá þessum árgöngum og minnum þá á þessi tímamót. Enn sem komið er hafa yngstu hóparnir ekki skilað sér. Þess gætir meir hjá þeim eldri að koma við skólaslit.. Meðan takmörkuð hefð hefur náð að festast þá geta þessi samtök styrkt þann þátt að eldri árgangar komi á útskriftarhátíðir og láti í ljós vott ræktarsemi við skólann um leið og þeir nýta sér þann fagnað sem þar verður að hitta gamla skólafélaga. Nú í fyrsta sinn munu koma fulltrúar sem útskrifuðust fyrir 25 árum.

            Félagafjöldi. Hinn 16. okt var félagafjöldi 298 einstaklingar og 51 lögaðili alls 349. Auk þess fengu 137 nemendur sem útskrifuðust 2006 boð um aðild. Alls útsendar kröfur voru 486. vegna ársins 2007

            Á árinu 2008 fá væntanlega 105 nemendur sem útskrifuðust 2007 boð um aðild þegar innheimtubréf ársins 2008 ásamt fréttabréfi nr 6 verður sent út í september n.k.

Stjórnin stefnir að því að uppfæra félagatalið til réttrar stöðu í mars ár hvert.    

Bestu þakkir til allra sem lagt hafa okkur lið í þessu verkefni.

 

Hjörtur Þórarinsson.

 

 

Tekjur ársins 905.000, kr. Gjöld 98.140 + 50.000 óinnheimt ávísun hagnaður 707.900, eignir 1.548.117, kr