Aðalfundur 2007

Aðalfundur Hollvarðasamtaka Fjölbrautaskóla Suðurlands 2007
Haldinn 25. maí 2007 kl. 16.20 í F.Su.

Þetta gerðist.

Formaður samtakanna, Hjörtur Þórarinsson, setti fund og stakk upp á Sigurði Sigursveinssyni sem fundarstjóra og Sigurði Eyþórssyni sem ritara. Það var samþykkt samhljóða.

Dagskrá


1. Skýrsla stjórnar.
HÞ flutti skýrslu stjórnar og fór yfir helstu atriðin í starfinu umliðið ár. Haldnir hafa verið 3 bókaðir stjórnarfundir auk annara óformlegri funda. Veittir hafa verið styrkir til nemenda við útskrift skv. venju en síðan var talsverð vinna í kringum smíði á ræðustól sem skólinn fékk að gjöf í tilefni 25 ára afmælis hans árið 2006. Selós ehf og Karl R. Guðmundsson ehf. gerðu þá gjöf mögulega. Skýrslan liggur fyrir í prentuðu formi og fylgir fundargerð.

2. Reikningar
HÞ flutti reikninga í fjarveru gjaldkera. Samtökin standa vel, en ein innheimta árgjalds féll þó niður. Endurskoðaðir reikningar liggja fyrir í prentuðu formi og fylgja fundargerð.

Rætt um hugsanlegar leiðir til að greiðsluseðlar yrðu eingöngu rafrænir. Vísað til stjórnar að athuga það mál en athuga ber að útsending greiðsluseðla er jafnframt notuð til að senda út fréttabréf.

Reikningar samþykktir samhljóða.

3. Árgjald
Samþykkt samhljóða að árgjald yrði áfram óbreytt þ.e. 900 kr. fyrir einstaklinga og 3.600 fyrir lögaðila.

4. Stjórnarkjör.
Formaður endurkjörinn Hjörtur Þórarinsson og jafnframt aðrir stjórnarmenn þau Anna Árnadóttir og Sigurður Eyþórsson. Skoðunarmenn, þeir Ásmundur Sverrir Pálsson og Gunnar Þorsteinsson voru ennfremur endurkjörnir.

5. Önnur mál.
Rætt um innheimtu. Vísað til nánari útfærslur stjórnar en áhugi var á því að breyta innheimtu árgjalda þannig að innheimt yrði framvegis í október og mætti þá jafnframt færa til fyrra horfs að innheimt yrði félagsgjald fyrir yfirstandandi ár. Nýfarið er út félagsgjald 2006, en ef innheimt yrði aftur í október myndi sú innheimta verða vegna félagsgjalds 2007 og svo þannig áfram.

Rætt var einnig um aðalfundartíma og kynningu aðalfunda en engin samþykkt gerð.

Fleira ekki rætt. Fundi slitið
Fundargerð ritaði Sigurður Eyþórsson