Aðalfundur 2005

Aðalfundur Hollvarðasamtaka Fjölbrautaskóla Suðurlands 2005
Haldinn í F.Su. þann 27. maí 2005

Þetta gerðist.

Hjörtur Þórarinsson formaður samtakanna setti fundinn. Hann gerði tillögu um Þór Vigfússon sem fundarstjóra og Sigurð Eyþórsson sem fundarritara. Engar athugasemdir komu fram við það frá fundarmönnum og tóku þeir þegar til starfa. Síðan var gengið til dagskrár.

1. Skýrsla stjórnar.
Hjörtur Þórarinsson formaður flutti skýrslu stjórnar. Tveir stjórnarfundir voru á árinu auk óformlegri funda en starfið hefur verið með hefðbundnum hætti.

2. Reikningar 
Anna S. Árnadóttir gjaldkeri gerði grein fyrir reikningum. Að loknum umræðum voru reikningarnir samþykktir samhljóða.

3. Félagsgjald 2005
Ákveðið var að tillögu stjórnar að félagsgjald yrði óbreytt frá fyrra ári þ.e. 900 krónur fyrir einstaklinga og 3.600 krónur fyrir fyrirtæki, félög og stofnanir.

4. Tillögur frá stjórn
Engar formlegar tillögur voru lagðar fram að þessu sinni.

5. Kosning stjórnar
Stjórn samtakanna var endurkjörin mótatkvæðalaust þ.e. Hjörtur Þórarinsson var kjörinn formaður og Anna S. Árnadóttir og Sigurður Eyþórsson sem stjórnarmenn. Að auki sitja í stjórninni 1 fulltrúi frá Nemendafélagi F.Su. og einn fulltrúi frá Starfsmannafélagi F.Su. Skoðunarmenn voru sömuleiðis endurkjörnir þeir Gunnar B. Þorsteinsson og Ásmundur Sverrir Pálsson.

6. Umræður um starf samtakanna.
Rætt var um hugmynd um gjöf til skólans vegna 25 ára afmælis hans árið 2006. Hugmynd kom upp um að færa skólanum ræðustól á afmælinu. Stjórn var falið að vinna að málinu.
Fleira ekki rætt – fundi slitið – fundargerð ritaði Sigurður Eyþórsson.