Aðalfundur 2003

Fundur 2003
Aðalfundur Hollvarðasamtaka Fjölbrautaskóla Suðurlands 2003
H
aldinn í stofu 203 í F.Su. þann 5. apríl 2003


Þetta gerðist.

Hjörtur Þórarinsson formaður samtakanna setti fundinn og stakk upp á Einari Njálssyni sem fundarstjóra og Sigurði Eyþórssyni sem fundarritara. Það var samþykkt samhljóða og tóku þeir þegar til starfa; síðan var gengið til dagskrár.

1. Skýrsla stjórnar.
Hjörtur Þórarinsson formaður flutti skýrslu stjórnar. Skýrslan var lögð fram prentuð og fylgir fundargerð. Að loknum umræðum var skýrslan samþykkt samhljóða.

2. Reikningar 
Anna S. Árnadóttir gjaldkeri gerði grein fyrir reikningum. Reikningarnir fylgja fundargerð. Að loknum umræðum voru reikningarnir samþykktir samhljóða.

3. Félagsgjald 2003
Ákveðið var að tillögu stjórnar að félagsgjald yrði óbreytt frá fyrra ári þ.e. 900 krónur fyrir einstaklinga og 3.600 krónur fyrir fyrirtæki, félög og stofnanir.

4. Tillögur frá stjórn
Stjórnin lagði fram tillögu þess efnis að Kór F.Su. yrði styrktur um kr. 100.000 í tilefni 20 ára afmælis hans. Tillagan var samþykkt samhljóða.

5. Kosning stjórnar
Stjórn samtakanna var endurkjörin mótatkvæðalaust þ.e. Hjörtur Þórarinsson var kjörinn formaður og Anna S. Árnadóttir og Sigurður Eyþórsson sem stjórnarmenn. Að auki sitja í stjórninni 1 fulltrúi frá Nemendafélagi F.Su. og einn fulltrúi frá Starfsmannafélagi F.Su. Skoðunarmenn voru sömuleiðis endurkjörnir þeir Gunnar B. Þorsteinsson og Ásmundur Sverrir Pálsson.

6. Umræður um starf samtakanna.
a) Menntaþing.
Stjórn leggur til að boðað verði til menntaþings þar sem rætt yrði m.a. gildi skólans fyrir byggðarlagið. Þar yrði m.a. boðið forystumönnum í sveitarstjórnum og atvinnulífi ásamt áhugamönnum um málið. Stjórninni var falið að undirbúa málið. Rætt var um að þetta þing gæti e.t.v. orðið í tengslum við næsta aðalfund.
b) Samskipti við félagsmenn. 
Huga þarf að samskiptum við félagsmenn s.s. með fréttabréfi, ítarlegra efni á vef skólans, samskiptum við jubilanta og fleiru. Framkomnum hugmyndum var vísað til stjórnar

Í lok fundar var fundargerð stofnfundar 2002 lesin
Fleira ekki rætt – fundi slitið – fundargerð ritaði Sigurður Eyþórsson.