Fundur 2015 27.01

Fundur Foreldraráðs FSu
27. janúar 2015
Mættir: Björn, Elín, Kristín og Þorvaldur. Guðbjörg Grímsdóttir kennari við FSu var einnig
mætt og tekur við Fríðu Garðarsdóttur sem forvarnafulltrúi. Olga skólameistari kom síðar
inn á fundinn, eins fulltrúar nemendafélagsins (þau Arnar, Halldóra Íris og Hergeir).
Fundur settur kl. 16.55 á kaffistofu starfsmanna í FSu.
Dagskrá:
1. Á döfinni í skólastarfinu.
2. Nemendafélag FSu.
3. Önnur mál.
1. Á döfinni í skólastarfinu.
Guðbjörg Grímsdóttir var boðin velkomin á fund foreldraráðs. Hún sagði frá árshátíð nemenda FSu sem verður nk. fimmtudag 5. febrúar á Hvíta húsinu á Selfossi. Húsið opnar með kvöldverði en síðan er dansleikur frá kl. 23.00-02.00. Rætt um gæslumál á breiðum grundvelli. Óskað er eftir foreldrum á mótttökuvakt (ForeldraINN) frá kl. 22.00 til miðnættis en þá lokar húsinu.
2. Önnur mál (tekin fyrir á undan lið 2).

  • Elín sagði frá því helsta sem kom fram á síðasta skólanefndarfundi:

o Það er fækkun á nemendum í FSu.
o Búið er að koma á 25% stöðu sálfræðings við skólann og hóf hann störf núna um áramótin. Fundarmenn gerðu góðan róm að þessu, enda framfaraskref í þjónustu við nemendur, og vonandi að starfshlutfallið hækki þegar fram líða stundir. 
o Rætt var um að gera 13. september ár hvert að afmælisdegi FSu.
o Sagt var frá Sunnlenska skóladeginum sem ráðgert er að halda á næsta ári. Um er að ræða samráðsvettvang skóla á Suðurlandi. Dagskrá er í mótun.
o 19. mars nk. verður haldin svokölluð Starfsmessa, en þá koma fyrirtæki í heimsókn í FSu og kynna starfsemi sína (áhersla á verkgreinar).
o Hönnun á starfsgreinahúsi er að ljúka. Stefnt er á að kennsla hefjist þar haustið 2016.
o Námsmatsstofnun mun framkvæma ytra mat á starfsemi FSu núna í vor.
o Rætt var um rekstrarhalla FSu.
o Námsráðgjöf fyrir fanga var einnig til umræðu en FSu kemur að þeirri stöðu ásamt Fjölbrautaskóla Snæfellinga og Verkmenntaskóla Akureyrar.

  •  Elín ræddi um strætókort og kostnað við þau en það hefur orðið vart við óánægjuí foreldrasamfélaginu með þetta. Fundarm enn sammála um foreldraráðið skoði málið nánar.

3. Nemendafélag FSu.
Fulltrúar NFSu komu inn á fundinn kl. 17.30. Byrjað að ræða um flöt á samstarfi Foreldraráðs FSu og fulltrúa nemenda. Góður vilji er til þess á báða bóga. Hér er verið að stíga jákvætt skref í átt til aukins nemendalýðræðis. Olga kom inn á fundinn kl. 17.40 og sagði frá vinnu við styttingu námstíma til stúdentsprófs. Það eru komnar línur í þau mál og verður væntanlega til umræðu síðar.
Olga og Guðbjörg viku af fundi kl. 18.00.

Áfram var haldið að ræða um samstarf NFSu og Foreldraráðs FSu. Árshátíðarmál bar á góma en nokkur umræða spannst um dansleikjamál almennt og tengsl við forvarnastefnu FSu. Var það góð og gagnleg umræða og skipst var á skoðunum m.a. um forvarnir, áfengisnotkun, tímalengd dansleikja, staðarmenningu o.fl. Ákveðið að halda áfram með umræðuna með fulltrúum NFSu á næsta fundi foreldraráðs. 
Boðað verður til næsta fundar í febrúar 2015.
Fundi slitið kl. 18.40.
Fundargerð ritaði Þorvaldur H. Gunnarsson.