Fundur 2012 14.11

Fundur í foreldraráði FSu 14.11.2012 
 
Mætt: Sigþrúður, Silja, Þorvaldur, Birna, Lúðvík, Olga Lísa skólameistari og Ragnhildur sem skrifaði fundargerð.
 
1. Þetta var fyrsti fundur nýrrar stjórnar. Nýr formaður vill gera að að reglu að fundir verðir ekki lengri en ein klukkustund.
 
2. Komið hafa fram óskir frá foreldrum um að nöfn stjórnarmanna, netfangalisti, lög félagsins og fundargerðir verði aðgengilegt á heimasíðu skólans. Olga Lísa fái þessi gögn send og sjái um að koma þeim á síðuna. Leiðin að upplýsingum um foreldraráð er heldur flókin, spurning hvort mætti hafa þær sýnilegri á heimasíðu skólans.

3. Rætt um hlutverk foreldraráðs og væntingar skólans til þess
- að hjálpa til við nemendaumsýslu
- forvarnir
- félagslíf
- ræktun forsjárskyldna foreldra s.s. að gengið sé frá vali í tæka tíð
 
Töluverð umræða varð um skólaböll og mögulega aðkomu foreldra að þeim. Hugmynd kom upp um e.k. foreldrarölt í tengslum við böll; þ.e. að nokkrir foreldrar væru á staðnum á annatímanum. Jafnvel væru foreldrar í rútunum í umboði skólans og foreldraráðs. Skýrt þyrfti að vera hvert hlutverk þeirra væri. Stefnt er að því að einu sinni á þessu skólaári verði ballið lokað. Rætt um mikilvægi vímuefnaforvarna og þess að draga fram það jákvæða við að drekka ekki.  Akademíur styðja við þetta. Eindregnar óskir frá foreldrum um námskeið eða fræðslu á vegum forvarnafulltrúa skólans um t.d. fíkniefni, geðheilbrigði og tölvufíkn. Ráðið veri í sambandi við Írisi og Guðfinnu varðandi óskir og uppástungur þar að lútandi.

4. Fram kom sú hugmynd að útbúa e.k. tékklista fyrir foreldra varðandi þau atriði sem hafa þarf í huga sem foreldri framhaldsskólanema. Foreldrahópurinn komi fram með þau atriði sem snúa að þeim gagnvart skólanum og skólinn setji fram sín punkta. Listinn yrði afhentur foreldrum þegar börn þeirra hefja nám við skólann og gæti eytt ýmsu óöryggi hjá foreldrum og auðveldað skólanum að virkja foreldra til samstarfs.
 
5. Rætt um breytingar sem gerðar hafa verið á skólaakstri og valdið hafa óánægju sums staðar.  Sissa tekur að sér að rita bréf til Strætó.
 
Fleira ekki rætt og fundi slitið 

RT