Skólaakstur

Fjölbrautaskóli Suðurlands hefur gert samning við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga um samtengingu skólaaksturs og almenningssamgangna.  Strætó bs. skipuleggur aksturinn og þjónustar farþega. 
Aksturskort nemenda munu gilda í almenningssamgöngukerfinu frá Hvolsvelli, um Suðurland í vestur og á höfuðborgarsvæðinu.  Nemendur munu einnig geta nýtt sér akstur Strætó um helgar og í skólafríum.  Akstursfyrirkomulag og tímasetningar á skólaakstri gagnvart nemendum verður skv. leiðakerfi og tímatöflu Strætó bs.

Nemendur sem rétt eiga á jöfnunarstyrk frá LÍN (akstursstyrk) eru hvattir til að nýta sér aksturinn.

Nemendur þurfa að hafa eftirfarandi í huga:
Nemendur þurfa núna að greiða strætókortið að fullu þegar það er pantað og skráð á skrifstofu skólans.  Heildarverð kortsins eru 90.000 krónur fyrir hverja önn.
Ástæða þessa er breytt fyrirkomulag við vinnslu og afgreiðslu umsókna hjá LÍN (Lánasjóði íslenskra námsmanna) sem annast útdeilingu jöfnunarstyrksins.
Þessi breyting hefur það í för með sér að þegar greiðslur berast frá LÍN fær nemandinn allan ferðastyrkinn beint til sín og þar með megnið af útlögðum kostnaði sem hann leggur út fyrir í upphafi annar. Athugið að með þessari breytingu lækkar umsýslukostnaður skólans og þar með heildarkortagjald nemandans.
Rétt er að benda á að nemandi ber alla ábyrgð á að hann sæki um styrkinn í jöfnunarsjóð LÍN.
Síðasti umsóknafrestur á vorönn er 15. febrúar og 15 október á haustönnum.
Það skal einnig tekið fram að nemandi þarf að mæta í próf í a.m.k. 20 feiningum (framhaldsskólaeiningum) á hverri önn til að hafa rétt til að fá greiddan jöfnunarstyrk.
Frekari upplýsingar veitir starfsfólk skrifstofu skólans.Allar nánari upplýsingar er að finna á www.straeto.is og í síma 540-2700 í þjónustuveri Strætó.