Strætó

Fjölbrautaskóli Suðurlands hefur gert samning við Vegagerðina um samtengingu skólaaksturs og almenningssamgangna.  Strætó bs. skipuleggur aksturinn og þjónustar farþega. 
Aksturskort nemenda munu gilda í almenningssamgöngukerfinu frá Hvolsvelli, um Suðurland í vestur og á höfuðborgarsvæðinu.  Nemendur munu einnig geta nýtt sér akstur Strætó um helgar og í skólafríum.  Akstursfyrirkomulag og tímasetningar á skólaakstri gagnvart nemendum verður skv. leiðakerfi og tímatöflu Strætó bs.

Nemendur sem rétt eiga á jöfnunarstyrk frá Menntasjóði námsmanna(akstursstyrk) eru hvattir til að nýta sér aksturinn.

Nemendur þurfa að hafa eftirfarandi í huga:
Nemendur þurfa núna að greiða strætókortið með því að leggja inn á reikning hjá Vegagerðinn, upplýsingar um það eru á skrifstofu skólans.  Heildarverð kortsins eru 90.000 krónur fyrir hverja önn. Nemandinn sendi síðan kvittun fyrir greiðslunni ásamt mynd á fsu@fsu.is og skólinn sækir þá um kort til Strætó.
Rétt er að benda á að nemandi ber alla ábyrgð á að hann sæki um jöfnunarstyrkinn hjá Menntasjóði námsmanna.
Síðasti umsóknafrestur á vorönn er 15. febrúar og 15 október á haustönnum.
Það skal einnig tekið fram að nemandi þarf að vera skráður  í a.m.k. 20 f-einingar í lok hverrar annar til að hafa rétt til að fá greiddan jöfnunarstyrk.
Frekari upplýsingar veitir starfsfólk skrifstofu skólans. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.straeto.is og í síma 540-2700 í þjónustuveri Strætó.

Síðast uppfært 25. nóvember 2020