HUND1UÞ02

Titill Hundaþjálfun
Námsgrein Hundauppeldi og þjálfun
Viðfangsefni Hundar og grunnþjálfun þeirra, bóklegt og verklegt
Skammstöfun HUND1UÞ02
Staða  
Þrep 1
Einingafjöldi 2
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur læri grunnatriði í því hvað hundur þarf til að lifa eðlilegu lífi.  Farið verður í bæði bóklega og verklega þætti. Nemendur munu læra að velja hunda fyrir mismunandi einstaklinga/heimili/hlutverk. Kynning verður á mismunandi vinnuhundum. Einnig verður kynnt mismunandi hundaafþreying. Skoðaðar verða mismunandi hundategundir og eðli þeirra og eiginleikar. Farið verður yfir sálfræðina á bakvið það hvernig hundar læra og mismunandi skilyrðingar og hugtök á því hversvegna hundur hagar sér á ákveðin hátt og hvernig við nýtum okkur það í þjálfun.
Forkröfur Engar
Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á :

*Grunnþörfum hunda

*Fóðrun og umhirðu

*Þekkingu á algengustu sjúkdómum og skyndihjálp

*Eðli og eiginleika tegunda

*Hvernig hundar læra

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í :

* Að þjálfa upp hund sem, heimilishund ( canine good citizen test) ,heimsóknarhund, lestrarhund,  og hlýðnihund (bronspróf)

*Að nota smelluþjálfun

*Að geta grunnþjálfað mismunandi hundategundir

*Skilja tungumál hunda við okkur og önnur dýr/hunda

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

* Velja hund með tilliti til eðli og eiginleika

*Velja búnað með tilliti til þjálfunar og mismunandi notkunar

*Sinna hundi með tilliti til grunnþarfa

*Geta stjórnað hundi í mismunandi aðstæðum og verkefnum

*Þekkja helstu vandamál og lausnir á þeim

*Koma í veg fyrir að vandamál verði á lífsleið hundsins

Námsmat Símat 60% próf/verkefni 20% Verklegt (canine good citizen próf) 20%
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd