Sækja um skólavist

Umsóknir um skólavist skulu berast skólanum með rafrænum hætti. Slóðin er http://www.menntagatt.is/.

Umsækjendur geta skráð óskir um áfanga í athugasemdareit en æskilegt er að þeir komi í skólann og velji sér áfanga í samráði við ráðgjafa. Upplýsingar um áfanga í boði og inntökuskilyrði eru á vef skólans. Þeir sem hyggjast innrita sig í skólann en eru á atvinnuleysisskrá þurfa að hafa samband við Vinnumálastofnun áður en þeir skrá sig.

Við innritun þarf að skila einkunnum úr öðrum framhaldsskólum - staðfest af viðkomandi skólum.

Umsækjendum er bent á að taka fram í athugasemdareit ("Aðrar upplýsingar sem nemandi vill koma á framfæri"), neðst á fyrstu síðu umsóknar ef þeir hafa sérstakar óskir um áfanga á haustönn.

T.d. er mjög mikilvægt að tekið sé fram ef óskað er eftir að komast í íþróttaakademíur eða ef áhugi er á ákveðnum valáföngum í list- og verklegum greinum. Þá er mikilvægt að taka fram ef viðkomandi vill sækja um heimavist.*

Sömuleiðis ef beðið er um færri áfanga en fulla stundatöflu eða að nemanda sé raðað neðar í íslensku, ensku, dönsku eða stærðfræði heldur en skólaeinkunn við lok grunnskóla gefur til kynna.

 *Ath: Takmarkað pláss er á heimavist og ganga þeir nemendur fyrir sem eru yngri en 18 ára og sem geta ekki nýtt sér almenningssamgöngur til og frá skóla.

Innritun á sérnámsbraut (starfsbraut) fyrir nemendur með umtalsverða námserfiðleika eða fötlun

Innritun fer fram í febrúar.

 

Nemendur sem eru að ljúka grunnskóla

Forinnritun 10. bekkinga er í gegnum menntagatt.is  Sjá nánari upplýsingar um tímasetningu inni á menntagatt.is

Lokainnritun 10. bekkinga er frá  byrjun maí til fyrri hluta  júní.   Sjá nánari upplýsingar um tímasetningu inni á menntagatt.is

 

Eldri nemendur

Innritun eldri umsækjenda þ.e. annarra en þeirra sem koma beint úr grunnskóla hefst í byrjun apríl og lýkur í lok maí vegna haustannar. Innritun á vorönn er í nóvember.

Skráðir nemendur í FSu 

Nemendur sem skráðir eru í skólann  skulu, að höfðu samráði við umsjónarkennara, skrá val sitt fyrir næstu önn  í Innu (en ekki í gegnum menntagáttina). 

 

Síðast uppfært 09. júní 2021