Sækja um skólavist

Umsóknir um skólavist skulu berast skólanum með rafrænum hætti. Slóðin er http://www.menntagatt.is/.

Umsækjendur geta skráð óskir um áfanga í athugasemdareit en æskilegt er að þeir komi í skólann og velji sér áfanga í samráði við ráðgjafa. Upplýsingar um áfanga í boði og inntökuskilyrði eru á vef skólans. Þeir sem hyggjast innrita sig í skólann en eru á atvinnuleysisskrá þurfa að hafa samband við Vinnumálastofnun á Suðurlandi áður en þeir skrá sig.

Við innritun þarf að skila einkunnum úr öðrum framhaldsskólum - staðfest af viðkomandi skólum.

Umsækjendum er bent á að taka fram í athugasemdareit ("Aðrar upplýsingar sem nemandi vill koma á framfæri"), neðst á fyrstu síðu umsóknar ef þeir hafa sérstakar óskir um áfanga á haustönn.

T.d. er mjög mikilvægt að tekið sé fram ef óskað er eftir að komast í íþróttaakademíur eða kór FSu eða ef áhugi er á ákveðnum valáföngum í list- og verklegum greinum.

Sömuleiðis ef beðið er um færri áfanga en fulla stundatöflu eða að nemanda sé raðað neðar í íslensku, ensku, dönsku eða stærðfræði heldur en skólaeinkunn við lok grunnskóla gefur til kynna.

 

Innritun á starfsbrautir fyrir fatlaða

Innritun fatlaðra nemenda á starfsbrautir hefst 1. febrúar og stendur til 28. febrúar.

 

Nemendur sem eru að ljúka grunnskóla

Forinnritun 10. bekkinga er í gegnum menntagatt.is frá 6. mars 2017 til 10. apríl 2017.

Lokainnritun 10. bekkinga er frá 4. maí til 9. júní

 

Eldri nemendur

Innritun eldri umsækjenda þ.e. annarra en þeirra sem koma beint úr grunnskóla hefst 3. apríl og lýkur 31. maí.

 

Skráðir nemendur í FSu á vorönn 2017

Nemendur sem skráðir eru í skólann á nú á vorönn skulu, að höfðu samráði við umsjónarkennara, skrá val sitt fyrir haustönn 2017 í Innu (en ekki í gegnum menntagáttina) dagana 15. - 22. mars 2017.