Fréttir

VÖFFLUKAFFI OG VETTVANGSFERÐ

Að lokinni kennslu föstudaginn 26. mars fóru FSu-arar í vöfflukaffi og vettvangsferð í HAMAR sem er stórglæsilegt verknámshús skólans. Eftir að húsið var formlega vígt fyrir nokkrum árum hefur aðstaða til verknáms tekið algerum stakkaskiptum við skólann, framboð og fjölbreytileiki náms aukist til muna, aðstaða eins og best verður á kosið og krafturinn sem býr þarna innanhúss er magnaður.
Lesa meira

SÖNGKEPPNI MEÐ MIKLUM UNDIRBÚNINGI

Emilía Hugrún Lárusdóttir vann söngkeppni NFSU sem haldin var í vikunni. Emilía Hugrún söng lagið I´d rather go blind með Ettu James. Keppnin var að venju stórglæsileg og umgjörðin öll til fyrirmyndar en að þessu sinni var yfirskrift keppninnar MAMMA MIA.
Lesa meira

SÖNGVAKEPPNIN FER FRAM Í KVÖLD

Loksins, loksins tekst að halda söngvakeppni FSu og mun hún fara fram í kvöld þriðjudaginn 15. mars. Upphaflega átti að halda hana 24. febrúar en vegna veirufaraldurs var henni frestað í tvígang. En nú er komið að því. Loksins, loksins endurtaka áhugasamir og fagna.
Lesa meira

FJÖR OG KÆTI Í FSu

KÁTIR DAGAR og FLÓAFÁR voru haldnir í fyrstu viku marsmánaðar og tókust sérlega vel að þessu sinni. Skipulag var gott og þátttaka góð og mikið líf í gula húsinu við Tryggvagötu. Segja má að flestir hafi verið búnir að bíða nokkuð lengi eftir uppákomum af þessu tagi eftir veirufrestun síðustu tvö ár. Á Kátum dögum voru haldin fjölbreytt námskeið, kynningar og uppákomur en í Flóafári hópuðust nemendur í lið og kepptu í öllum námsgreinum skólans. Hvert lið fær sérstakt heimasvæði til að skreyta og síðan keppa þau í þrautunum út um allan skóla sem kennarar hafa útbúið. Hugmyndaauðgi liðanna í útliti og skipulagningu heimasvæða var mikil að venju og fór keppnin vel fram.
Lesa meira

KÁTIR DAGAR OG FLÓAFÁR FRAMUNDAN

Eins og áður hefur komið fram í fréttapistlum FSu er nauðsynlegt að brjóta upp hefðbundið skólastarf með vettvangsferðum, leikhúsferðum, leiksýningum nemenda, heimsóknum nemenda á vinnustaði, gróðursetningu, fuglaskoðun, áfangamessu og jarðfræðiferðum svo nokkuð sé nefnt. OG nú er komið föstum liði í þeirri starfsemi (dagana 2., 3. og 4. mars) sem kallast KÁTIR DAGAR (og mun dagskrá þeirra birtast á heimasíðu skólans) og FLÓAFÁR og fara alltaf fram á vorönn
Lesa meira

UMHVERFISFRÆÐI OG SJÁLFBÆRNI

Nemendur í umhverfisfræði – ERGÓ B, eru þessa dagana að vinna að kynningum um áhugasvið sitt og sjálfbærni og bjóða gestum og gangandi að koma að kynna sér þessa áhugaverðu þróun á eftirfarandi tímum í stofu 201 í FSu: Hópur 1: föstudagurinn 18. febrúar kl. 10:30 Hópur 2: miðvikudaginn 23. febrúar kl. 10.30 Hópur 3: fimmtudaginn 24. febrúar kl. 10:30 Hópur 4: fimmtudaginn 24. febrúar kl. 13:00
Lesa meira

MYNDLISTARSÝNING OG ÚRVAL SKAPANDI ÁFANGA

Myndlistarnemar FSu halda nú áfram uppteknum hætti að setja upp sýningu í opinberu sýningarrými utan skólans. Nemendur í framhaldsáföngum fá þá þjálfun í uppsetningu og kynningu á eigin verkum. Að þessu sinni eru það aðallega nemendur í módeláfanga á þriðja þrepi og einn til sem sýna í Listagjánni á Bókasafni Árborgar. Sýningin hefur verið opin frá 20. janúar en lýkur 20. febrúar næstkomandi.
Lesa meira

RÓUM OKKAR LIÐI TIL HAFNAR Í GETTU BETUR

Framundan er risarimma FSu í sjónvarpssal við Versló í GETTU BETUR eða nánar tiltekið komandi föstudagskvöld 4. febrúar á RÚV og hefst hún klukkan 20.05. Nú þurfa allir Sunnlendingar, vestan og austan lækjar (eins og sagt er hér á kaffistofu starfsmanna) að leggjast á árarnar og róa sínu frábæra liði til hafnar sem er skipað Ásrúnu Aldísi Hreinsdóttur (á 2. ári) - Bjarna Má Stefánssyni og Júlíu Lis Svansdóttur (á 3. ári). Í sameiningu hafa þau lagt að velli hafnfirska Flensborgara og breiðhyltska fjölbrautaskólanemendur.
Lesa meira

RÁÐAGERÐI OG RÁÐLEYSA

Hefðir og nýjungar fléttast alltaf saman í skólastarfi enda þarf skóli bæði að þróast fram í tímann og virða hið liðna. Reyndar eru ýmsir þeirrar skoðunar að skóli sé frekar íhaldssöm stofnun og nái aldrei að slá í takti við þróun samfélagsins. Þá segja hinir að með því að eltast við nýjungar sé skólinn að æra óstöðugan.
Lesa meira

FSu Í ÁTTA LIÐA ÚRSLIT Í GETTU BETUR

Tveimur umferðum er nú lokið í GETTU BETUR keppni framhaldsskólanna og sigraði lið FSu í þeim báðum. Í fyrri umferðinni var lið Flensborgarskólans lagt að velli og í þeirri síðari lið Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Sannarlega glæsilegur árangur þriggja frábærra nemenda en liðið er skipað Ásrúnu Aldísi Hreinsdóttur (á 2. ári) - Bjarna Má Stefánssyni og Júlíu Lis Svansdóttur (á 3. ári). Teymið hefur æft á fullu síðan í nóvember og hafa liðsmenn lagt mikla vinnu og visku í þann undirbúning. Og nú komin í átta liða úrslit og í sjálfa sjónvarpskeppnina.
Lesa meira