Sértækir námsörðugleikar

Nemendur með sértæka námsörðugleika geta fengið aðstoð náms- og starfsráðgjafa við skipulagningu náms og við leit að úrræðum sem best henta hverjum og einum.


Tilhliðrun í prófum

Nemendur sem greindir hafa verið með sértæka námserfiðleika og telja sig þurfa á tilhliðrun að halda við próftöku skulu snúa sér til náms- og starfsráðgjafa í síðasta lagi tveimur vikum fyrir upphafstíma prófa á hverri önn. Reglurnar varðandi tilhliðrun eru eftirfarandi: 

 
1. Allir nemendur fá lengri próftíma, þannig að eins klukkustunda  próf lengist í einn og hálfan tíma auk náðarkorters. Ekki þarf sérstaklega að sækja um lengri prófatíma.
2. Nemendur eiga möguleika á að fá prófverkefni með stækkuðu letri.
3. Nemendur geta í sérstökum tilvikum fengið að taka próf á tölvu t.d. í stafsetningu.
4. Nemendur geta fengið aðstoð við upplestur prófa. Próf verða þá annað hvort lesin upp í heild sinni eða einstakar spurningar eða textar lesnir fyrir einstaklinga, eins oft og þörf krefur. Sömuleiðis er möguleiki á að fá prófið lesið inn á tölvu.
5. Í einstaka tilfellum, eftir mati kennara/fagstjóra og í samráði við sérkennara og/eða náms- og starfsráðgjafa, er veitt aðstoð við ritun prófa.
6. Nemandi getur einnig átt rétt á munnlegu prófum.

 

 

 

 

 

 

 

 

Síðast uppfært 22. ágúst 2023