Knattspyrnuakademía

ka

Knattspyrnuakademía Íslands - Suðurlandi

Sími: 781-9500
Netfang: 
kai@knattspyrnuakademian.is
kt. 410906-1040

Hverjir geta verið með?
Allir sem bakgrunn hafa í knattspyrnu og eru skráðir sem nemendur í FSu geta gengið í akademíuna.

Hvað er gert?
Afreksþjálfun, gæðaþjálfun, námsárangur og lífsstíll eru lykilorð hjá okkur.

Akademían er rekin utan félaga, en gott samstarf við knattspyrnufélögin og þjálfara er mikilvægt. Í akademíunni eru þrjár knattspyrnuæfingar í viku auk æfinga með félagsliði. Í dag eru 2 knattspyrnþjálfarar á hverri æfingu til að tryggja að allir fái góða þjálfun og eftirfylgni. Æfingarnar eru vel skipulagðar sem ganga hratt fyrir sig og lagt er uppúr gæðum, áhuga- og vinnusemi. Allar æfingarnar koma inná appið XPS sideline fyrir hverja æfingu. Tekið skal fram að ekki er verið að byggja upp lið, einstaklingurinn er í fyrirrúmi.

Námsárangur
Krafist er 100% ástundunar (mætingar og lærdómur) í námi og ætlast er til góðs námsárangur í því sambandi. Eðlileg námsframvinda miðast við 17-18 einingar á önn.

Góður lífsstíll
Undirritaður er samningur við nemendur (forráðamenn 18 ára og yngri), þar sem nemandinn gengst undir agareglur er lúta að bæði námi og lífsstíl. Lagt er blátt bann við notkun vímuefna, áfengis og tóbaks.

Kostnaður:

62.500 þús per önn. Innifalið í æfingagjöldum eru æfingar, aðstaða, áhöld, fyrirlestrar og æfingafatnaður.

 

Þjálfarar:

Dean Martin og Björn Sigurbjörnsson

 

Hvað fær iðkandinn út úr því að vera í akademíu FSu: 

knattspyrnakademían er fyrst og fremst hugsuð sem aukaæfing fyrir leikmenn. Æfingar þar sem dýpra er farið inn í grunn og fíntækni leikmanna, þar sem mikil áhersla er lögð á meiðslafyrirbyggingu og grunnstyrk. Einnig er mikið lagt upp úr félagslega þættinum. Á hverju ári leitumst við leiða til þess að uppfæra þjálfunina og þjálffræðina.

Í framtíðinni sjáum við knattspyrnuakademíuna halda áfram að hjálpa leikmönnum að ná markmiðum sínum, ná þessari aukaæfingu og sérþjálfun sem hann þarf til þess að ná að skara framúr en á sama tíma sinna öllum þeim sem hafa áhuga á að bæta sig og gefa öllum jöfn tækifæri til þess.

Umsögn frá iðkenda

Jn Dai

„ég gerði mér ekki  grein fyrir því hvað akademían hjálpaði mér mikið fyrr en ég hætti í Fjölbrautaskólanum.  Það er algjör snild að fá möguleika á því að æfa á skólatíma, tækniæfingar sem maður gerir ekki á félagsæfingunum. Ég styrkti mig mikið og lærði góða tækni í lyftingarsalnum þegar ég var að byrja að lyfta og er eflaust stór ástæða þess að ég hef ekki lent í neinum meiðslum á mínum ferli“

Jón Daði Böðvarsson

Jón Daði Böðvarsson æfði með knattspyrnudeild Selfoss og var í knattspyrnuakademíunni öll sín skólaár. Núna spilar hann sem atvinnumaður í Englandi. Hann var einnig lykilmaður í A-landsliði karla í lokakeppni EM 2016 og HM 2018.

Landsliðs og atvinnumenn sem hafa verið í knattspyrnuakademíu FSu.
Dagný Brynjarsdóttir
Guðmundur Þórarinsson
Jón Daði Böðvarsson
Jón Guðni Fjóluson
Viðar Örn Kjartansson

Síðast uppfært 18. ágúst 2022