Saga skólans

 Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi var stofnaður 1981 en 1983 gerðust sýslurnar á Suðurlandi aðilar að skólanum.  Eigendur skólans eru ríkissjóður og sveitarfélög á Suðurlandi.  Skólinn þjónar öllu Suðurlandi. Skólinn sér um víðtækt verknám og bóknám. Einnig sér skólinn um kennslu á Litla-Hrauni og við réttargeðdeildina að Sogni. 

 

Skólahúsið Oddi í byggingu 1986


 

Nemendum í dagskóla hefur farið fjölgandi ár frá ári en nemendum kvöldskólans og öldungadeildarinnar hefur aftur á móti fækkað smám saman. Frá og með vorönn 2000 var engin öldungadeild starfandi þó áfram væri kennt í meistaraskóla nokkur ár í viðbót.

Það er stefna skólans að gera sögu  hans sýnilega.  Í því sambandi hefur verið gefin út skólaskýrsla sem lýsir fyrstu 10 árum skólans.  Sögu skólans má einnig finna í skýrslum sem gerðar eru ýmist árlega eða í lok ákveðinna verkefna. Veffréttir voru gefnar út vikulega og mátti þar finna ýmsar fréttir um skólastarfið.  

Fjölbrautaskóli Suðurlands á rætur sínar að rekja til Iðnskólans á Selfossi, framhaldsdeildanna við Gagnfræðaskólann á Hvolsvelli, Selfossi, Skógum og í Hveragerði, auk öldungadeildarinnar í Hveragerði.

Sjá nánar um sögu skólans í ritgerðinni: Fjölbrautaskóli Suðurlands, Hornsteinn í héraði 1981-2011 eftir Gylfa Þorkelsson.

 

 
Síðast uppfært 05. febrúar 2019