Starfsmannastefna

Starfsmannastefna

Fjölbrautaskóli Suðurlands leggur áherslu á að allir séu metnir að verðleikum, njóti skilnings og beri virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu.
Skólinn stefnir að árangursríku og fjölbreyttu skólastarfi þar sem áhersla er lögð á fagþekkingu, sköpunarhæfni og metnaðarfullt þróunarstarf. Starfsmannastefna FSu hefur þetta að leiðarljósi í skólastarfinu og í öllum samskiptum.

Við val á starfsfólki er lögð áhersla á: 
- faglega þekkingu, hæfni í samskiptum og frumkvæði
- áhuga og virðingu starfsmanns á sérstöðu skólans m.t.t. fjölbreytts nemendahóps og upplýsingalæsis
- jafnrétti kynjanna, jafnri stöðu og virðingu kvenna og karla innan skólans

Lögð er áhersla á að hvetja starfsfólk til:
- dugnaðar og frumkvæðis
- endurmenntunar á sínu sviði
- þróunarstarfs
- þátttöku í stefnumótun skólans
- þátttöku í fræðslustarfi á vegum skólans

Skólinn vill vinna að:
- því að frumkvæði og virkni starfsmanna sé metin og viðurkennd
- réttmætum sjálfsmatsaðferðum
- starfsþróun

Í skólastarfinu er stuðlað að:
- sterkri liðsheild starfsfólks
- skýrum og ákveðnum boðleiðum
- góðu upplýsingastreymi
- faglegum samskiptum innan skóla sem utan
- góðu stuðningskerfi fyrir nýja starfsmenn
- góðu aðgengi og öryggi á vinnustað
- góðri aðstöðu fyrir starfsfólk bæði til vinnu og hvíldar
- góðu heilsufari starfsfólks

Síðast uppfært 05. febrúar 2019