Innlend samskipti

Fjölbrautaskóli Suðurlands hefur ávallt verið í miklum innlendum samskiptum.

Samskiptin hafa verið fjölbreytt, til dæmis hefur skólinn verið í miklu faglegu samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Samskiptin við þessa skóla hafa byggt á því að stjórnendur hittast reglulega og síðan hefur allt starfsfólk skólanna hist á tveggja ára fresti.

Tengsl hafa verið við grunnskóla á upptökusvæði skólans og hafa til dæmis faggreinakennarar af þessu skólastigum hist reglulega og borið saman bækur. Náms- og starfsráðgjafar hafa farið á hverri önn í flesta grunnskólanna til þess að kynna skólastarfið í FSu og þær námsleiðir sem eru í boði.

Lögð hefur verið áhersla á að vera í góðum tengslum við almenning á svæði skólans. Af því tilefni hefur fólki til dæmis verið boðið til opins húss þar sem möguleiki hefur verið að fylgjast með starfsemi sem fram hefur farið í skólanum.

Gott samstarf hefur verið við fyrirtæki á svæðinu og verður áfram lögð áhersla á að halda góðum tengslum við þau. Samstarfið hefur byggt á heimsóknum í fyrirtækin, nemendur hafa farið í starfsþjálfun og fyrirtækin hafa tekið þátt í kynningu (Starfamessu) sem haldin hefur verið í FSu. Að auki er vert að geta þess að fyrirtækin hafa verið dugleg við að styðja nemendafélag skólans til góðra verka.

Nemendur fara í margar námsferðir innanlands á hverju ári. 

Síðast uppfært 30. október 2017