Stundatöflur og töflubreytingar

-Þriðjudaginn 5.janúar kl. 08.00 opnar Inna og nemendur geta skoðað stundatöflur sínar.

-Nemendur eru beðnir að athuga sérstaklega vel hvort þeir eru með hæfilegan fjölda (f)eininga. Fullt nám miðast við 30 (f)einingar á önn og því ættu nemendur sem ætla sér að vera í fullu námi að miða við þann (f)einingafjölda.

-Sumir nemendur hafa fengið of fáar einingar í stundatöflur sínar. Yfirleitt er skýringin sú að þeir áfangar sem nemandi valdi passa ekki saman í stundatöflu eða að nemandi hafi ekki valið nægilega marga varaáfanga. Nemendur sem þurfa að láta leiðrétta stundatöflur sínar þurfa að óska eftir töflubreytingu,hægt er að óska eftir töflubreytingum rafrænt í Innu eða að mæta í skólann á milli kl. 10 og 16 þriðjudaginn 5. janúar. Nemendur sem mæta í töflubreytingar skulu taka númer á skrifstofu. Allar óskir um töflubreytingar þurfa að hafa borist fyrir kl. 16 þriðjudaginn 5. jan.

Athugið að töflubreytingar eru aðeins samþykktar ef um nauðsynlegar breytingar er að ræða.  T.d. er ekki hægt að fá töflubreytingu til að skipta um hópa.