Sjónlist með sýningar

Að undanförnu hafa nemendur í Sjónlist 203 sett upp sýningar á eigin verkum í skólanum og þrír þeirra hafa sett upp sýningu í ungmennahúsinu í Pakkhúsinu. Í tengslum við þetta starf fór Lísa myndlistarkennari með sjónlistarnemendur um Odda og sýndi þeim listaverk eftir nemendur frá fyrri tíð á veggjum skólans. Hún bauð þeim líka að líta á vefina sína á Bollastöðum (kaffistofu kennara) og er meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.