Ráðherra í heimsókn

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, heimsótti skólann í vikunni ásamt aðstoðarfólki.  Hann skoðaði húsakynni skólans og þá sérstaklega verknámsaðstöðuna í Hamri. Eins og kunnugt er, er kennsluaðstaða fyrir verknám við skólann löngu sprungin og úr sér gengin, en áformum um byggingu nýs verknámshús við skólann hefur verið slegið á frest samkvæmt nýjum fjárlögum.  rad2Ráðherra fundaði með nokkrum starfsmönnum eftir skoðunarferðina og fræddist um stöðu kennslu í fangelsum, rætt var um námsskrármál, fjölbreytni í námsvali og styttingu náms til stúdentsprófs. rad4Ráðherra gat engu lofað um meira fjármagn til verknámshúss eða rekstrar, en lagði áherslu á að einungis væri um frestun á framkvæmdum, verknámshús hefði ekki verði slegið af. Myndirnar tók nemandi við skólann, Hermann Snorri.