Nemendur skoða Írafoss-og Ljósafossstöðvar

Nemendur heimsóttu Írafoss og Ljósafossstöðvar. Á myndinni má sjá hópinn ásamt Jóhanni Bjarnasyni, s…
Nemendur heimsóttu Írafoss og Ljósafossstöðvar. Á myndinni má sjá hópinn ásamt Jóhanni Bjarnasyni, stöðvarstjóra.

Nemendur í náttúrufræðiáfanga á starfsbraut heimsóttu Írafossstöð og kynntu sér starfsemi hennar. Vel var tekið á móti hópnum og fengu nemendur góða kynningu á starfsemi stöðvarinnar hjá Jóhanni Bjarnasyni stöðvarstjóra. Eftir að hafa m.a. farið 40 metra niður í jörðina og séð kraftmikið Sogið renna út úr stöðinni var farið í gestastofu Ljósafossstöðvar. Þar var í gangi gagnvirk orkusýning þar sem nemendur gátu m.a. leyst orku úr læðingi með því að nota eigin þyngd og afl. Þema þeirrar sýningar er raforkan sjálf, hvaða áhrif hún hefur á okkur og samfélagið. Eftir þessa ferð eru nemendur fróðari um margt sem tengist rafmagni, t.d. hvernig það verður til og hvaðan rafmagnið kemur á þeirra heimili.