Námskeið fyrir Olweus

Föstudaginn 8. janúar sótti Agnes Ósk náms- og starfsráðgjafi námskeið vegna aðgerðaáætlunar gegn einelti í FSu, en Agnes er ásamt Þórunni Jónu Hauksdóttur verkefnisstjóri Olweusar í skólanum. Þetta var þriðja lotan sem haldin er fyrir verkefnisstjóra áætlunarinnar. Námskeiðið byrjaði á haustdögum 2009 og lýkur á vorönn 2011. Fyrir hádegi var námskeiðið lokað öðrum er verkefnisstjórum en eftir hádegi var opin fundur um stelpnaeinelti eða samskiptavanda í vinkvennahópum. Á opna fundinn mættu um 60 fulltrúar skóla og stofnana. Umfjöllun um opna fundinn er hægt að lesa á olweus.is.