Námsferð til Ítalíu

Nemendur spreyttu sig á grunnatriðum skútusiglinga.
Nemendur spreyttu sig á grunnatriðum skútusiglinga.

Í sumar var farin erasmus+ ferð á vegum FSu til Ítalíu. 4 nemendur og 2 kennarar fóru í tengslum við verkefnið Inclusion by sport and culture. Farið var á fornleifasvæði, fræðst um sögu Ítalíu í nálægð við Napolí og skútusiglingar prófaðar. Óvanalegt er að farið sé í nemendaferð að sumri til en nemendur stóðu sig að sjálfsögðu mjög vel og voru allir ánægðir með ferðina. Verkefnið reynir á samvinnu, sjálfstæði og félagslega færni auk þess sem nemendur læra um menningu landanna sem taka þátt. Auk Íslands eru Grikkland, Ítalía og Tékkland í verkefninu. Íslensku nemendurnir voru mestmegnis á Catamaran skútu þar sem var sofið og borðað um borð. Auk þeirra voru 3 tékkneskir nemendur, íslensku kennararnir og ítalskur skipstjóri um borð.