Loksins alíslenskt súkkulaði

Kakóaldin orðið fullþroska
Kakóaldin orðið fullþroska

Við Garðyrkjuskóla FSU hefur lengi verið draumur að rækta okkar eigið kakó til að geta gætt okkur á alíslensku súkkulaði. Upphafið að því að sá draumur rættist var þegar sáð var fyrir kakói 2013. Sú sáning bar þann árangur að eitt tré hefur vaxið og dafnað í Bananahúsinu síðst liðin 10 ár. En nú í sumar bar tréð loksins ávöxt og eitt aldin náði að þroskast. Það var síðan uppskorið með viðhöfn nú á haustdögum. Aldininu var vafið í bananalauf og látið gerjast um tíma en síðan voru tekin úr þeim fræin. Sumum fræunum var sáð en afgangurinn var falinn í hendur súkkulaðisérfræðingi Omnom, fyrirtækis sem framleiðir íslenskt súkkulaði.  Þegar hann hafði farið höndum um kakóbaunirnar urðu til fáeinir bitar af dökku súkkulaði sem smakkað var með viðhöfn á kaffistofu starfsmanna.

Landinn fylgdist með ferlinu eins og sjá má hér