Íslenska í Office pakkann - leiðbeiningar

Um þessar mundir eru margir nemenda FSu að niðurhala og setja Office pakkann á fartölvur sínar. Hér eru leiðbeiningar um hvernig hægt er að setja Íslensku á pakkann sem og að virkja íslenska leiðréttingu.  Því miður eiga þessar leiðbeiningar eingöngu við um Windows tölvur.  Það er ekki kominn íslenskupakki fyrir Office í Mac en Mac notendum er bent á  http://www.puki.is
  
A) Íslenska sett á Office pakkann í tölvunni. 
1)  Opnið Word. Farið í File-Options.

2) Smellið á Language.

3) Í efsta glugganum er smellt á Icelandic og smellt á "Set as default". 

4) Í neðri gluggunum tveim er smellt á "Íslenska" og síðan á ör upp. 

Lokið Word/Excel og ræsið það aftur. Nú er forritið á íslensku.
B) Íslensk stafsetning leiðrétt við innslátt í Word: 
1) Farið á vefslóðina https://www.microsoft.com/en-us/download/details.aspx?id=52668
2) Smellið á "Download" og niðurhalið Microsoft Office Proofing Tools 2016 - English.
3) Keyrið pakkann sem niðurhalaðist. 

4) Ef búið var að stilla sjálfgefið tungumál á íslensku (sjá lið 3 að ofan) þá undirstrikast öll orð sem eru rangt stafsett með rauðu. Prófið að slá inn orð og stafsetja þau rangt á íslensku. 

C) Leiðrétting eftirá:

1) Opnið Word.  Farið í "Skrá", "Valkostir", "Leiðréttingar" og afhakið: "Kanna stafsetningu við innslátt" og "Merkja málfræðivillur við innslátt". 

2) Sækið skjal til að lesa yfir. 

3) Farið í "Yfirfara", Þar er smellt á "Stafsetning og málfræði" og yfirlestur er hafinn. 

4) Til að kenna forritinu orð er smellt á "Bæta við" en til að breyta er tillaga forritsins valin og smellt á "Breyta".
 
Ath! ef valið er að kanna stafsetningu við innslátt þá getur það hægt á opnun skjala sem innihalda mikið af villum.
Kveðja frá tölvuþjónustu FSu