Hjálmar í Hamar

Nemendur í húsasmíði tóku við góðri gjöf frá Byko nýverið. Um var að ræða öryggishjálma sem verða notaðir þegar nemendur eru að vinna t.d. við byggingu timburhúss sem er hluti af verklegri kennslu á húsasmíðabraut. Einnig er oft krafist að nemendur séu með hjálma þegar nemendur eru að heimsækja iðnfyrirtæki. Á myndinni má sjá Olgu Lísu, skólameistara og Jón Sigurstein Gunnarsson, kennara á húsasmíðabraut máta hjálmana ásamt nemendum og fulltrúm frá Byko