Grunnnám matvæla- og ferðagreina

Haustönn 2015 í grunnnámi matvæla- og ferðagreina gekk vel og nemendur kynntust störfum kjötiðnaðarmanna og bakara. Nemendur hafa fengið að kynnast störfum þessara greina hjá Sláturfélagi Suðurlands, Hvolsvelli og Selfossi, Kjötvinnslu Krásar, Guðnabakaríi og Kökugerð HP, bæði með heimsóknum og vinnustaðanámi. Skólinn þakkar þessum fyrirtækjum og fagmönnum þessara greina kærlega fyrir að taka vel á móti nemendum okkar, kynna starfið og leyfa þeim að máta sig við störfin við raunverulegar aðstæður. Nemendur hafa einig lært um þjónustusamskipti og störf í ferðaþjónustu. Það er mjög mikilvægt að við gefum nemendum sem áhuga hafa á störfum á matvælasviði tækifæri á svona grunnnámi. 
Á vorönn 2016 eru það matreiðslu- og framreiðslumaðurinn (kokkur og þjónn) sem nemendur kynnast. Þá eru það hótel, veitingastaðir og ferðaþjónustufyrirtæki, sem nemendur kynnast. Að grunnnámi loknu geta nemendur óskað eftir að komast á námssamning í einhverjum að þessum greinum og fengið brautina metna sem fyrstu önn í skóla af þremur sem námssamningurinn kveður á um í bóklegu námi. Vorið 2015 luku 9 nemendur námi af GMF braut. Sex þeirra eru komnir á námssamning, einn hélt áfram námi við FSu. tveir starfa í mavælafyrirtækjum á Selfossi.
Suðurland er stærsta landbúnaðarsvæði landsins og fjölbreytt fyrirtæki í matvælaiðnaði starfa á svæðinu. Allt frá frumframleiðslu að neytendamarkaði. Fyrirtæki þurfa á þessu unga fólki að halda á öllum stigum matvælaframleiðslu og framreiðslu. Grunnnám matvæla og ferðagreina er kennt við FSu. Selfossi, MK í Kópavogi og VMA á Akureyri.
Guðríður Egilsdóttir kennari og fagstjóri Grunnnáms matvæla- og ferðagreina.