Góð bókagjöf

Skólinn fékk höfðinglega bókagjöf frá Birni Rúrikssyni.
Skólinn fékk höfðinglega bókagjöf frá Birni Rúrikssyni.

Björn Rúriksson, bókaútgefandi og ljósmyndari, hefur gefið skólanum ljósmyndabækur á þýsku, frönsku og dönsku, 25 eintök af hverri bók, sem nýtast sem kennslugögn í tungumálakennslu. Í lok bókanna er að finna upprunalega texta hennar sem og myndatexta á íslensku. Allar bækurnar fjalla um Vestmannaeyjar út frá sögu og jarðfræði.

Þetta er höfðingleg gjöf og færum við Birni góðar þakkir fyrir.