FSu og Erasmus+

Á myndinni eru frá vinstri: Ágúst Hjörtur Ingþórsson (forstöðumaður Erasmus+ á Íslandi), Guðmundur B…
Á myndinni eru frá vinstri: Ágúst Hjörtur Ingþórsson (forstöðumaður Erasmus+ á Íslandi), Guðmundur Björgvin Gylfason (kennari í FSu), Ronald Guðnason (kennari í FSU) og Andrés Pétursson (verkefnisstjóri hjá Rannís).

Á dögunum fór fram athöfn hjá Rannís, þar sem samningar um samstarfsverkefni skóla voru undirritaðir. Fjöldi umsókna eykst ár frá ári, en að þessu sinni voru 34 verkefni styrkt í flokknum skólaverkefni og er það metfjöldi. Af þeim 34 verkefnum sem styrkt voru árið 2018, eru 3 þeirra í FSu.

Fjölbrautaskóli Suðurlands (FSu) hefur verið virkur þátttakandi í Erasmus+ verkefnum undanfarin ár. Í verkefnunum gefst starfsfólki og nemendum einstakt tækifæri á samstarfi/nýsköpun í tengslum við evrópska skóla og stofnanir.

Verkefnin þrjú sem FSu er þátttakandi í árin 2019 -2021 eru:

Inclusion, sport, culture (umsjón Eyrún Björg Magnúsdóttir)

Character matters – values and virtues (umsjón Guðmundur Björgvin Gylfason)

Edu – paths (umsjón Ronald Guðnason)