Fréttir af kór FSu

Ákveðið hefur verið að færa æfingatíma kórsins af miðvikudögum yfir á þriðjudaga kl: 14:50 til 15:45. Með þessu móti hafa fleiri möguleika á að stunda kórinn og ná þá einnig strætó heim af æfingu lokinni. Þannig að frá og með næstu viku mun kórinn æfa sem hér segir þriðjudaga kl: 14.50 -15:45 og fimmtudaga kl: 12:50 – 13:45.

Enn er hægt að skrá sig í kórinn hjá Ægi áfangastjóra. Framundan eru spennandi viðfangsefni meðal annars skemmtikvöld/vísnakvöld þann 3. mars þar sem kórinn kemur fram ásamt fleiri góðum listamönnum og vortónleikar í apríl og strax að þeim loknum verður haldið í 2 daga vorferð hér innanlands.

Næsta vetur stefnir kórinn á halda utanlands og því full ástæða fyrir áhugasama að skrá sig í kórinn sem fyrst og taka þátt í þessum spennandi ævintýrum með okkur.

Fyrir þá er stunda þennan áfanga vel og mæta á auglýsta viðburði kórsins gefur önnin tvær einingar.

Allir að bresta í söng J

Kveðja

Stjórnin