Endurmenntunarstyrkur

Fjölbrautaskóli Suðurlands fékk styrk frá Erasmus+ menntaáætlun ESB til endurmenntunar fyrir kennara. Styrkurinn nemur 30.860 evrum og ætti að duga til að senda allavega 14 kennara á námskeið víða um Evrópu næstu 2 árin.   Á myndinni sjást Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður Landskrifstofu Erasmus+ menntaáætlunar ESB og Andrés Pétursson,  umsjónarmaður skólahluta Erasmus+ skrifa undir samninginn við FSu ásamt Olgu Lísu Garðarsdóttur, skólameistara FSu.