ALLIR Á SÝNINGU NEMENDA Í LISTAGJÁNNI

Hluti af þjálfun nemenda í framhaldsáföngum í myndlist er að setja upp sýningu í opinberu sýningarrými utan skólans. Nú eru það nemendur í áfanganum Myndlist sem sjá að þessu sinni um kynningu á eigin verkum og voru verkin voru unnin á vorönn 2023.

Sýningin fer fram í Listagjánni á Bókasafni Árborgar og stendur yfir dagana 15. september til 10. október næstkomandi. Gestum gefst tækifæri á að upplifa fjölbreytt listaverk, bæði að útliti og innihaldi. Í áfanganum Myndlist er unnið með fyrirmyndir eins og uppstillingar, landslag, fólk og fantasíur. Þetta er unnið í fjölbreyttum stíl með tengingu við listasöguna.

ehh / jöz