Áhugavert lokaverkefni

Nemendur í Nútímabókmenntum á haustönn fengu frjálsar hendur við útfærslu á lokaverkefni. Nemendum var uppálagt að velja sér textabrot úr Sjálfstæðu fólki og vinna nýtt skapandi verk. Þetta gerði Tómas Smári með sóma og valdi kvæði sem Bjartur í Sumarhúsum segir Gvendi sem aftur á að flytja það Ástu Sóllilju. Kvæði Bjarts er persónulegt og geymir hálfdulin skilaboð um eftirsjá og tilfinningar Bjarts til Ástu. 
Tónlistin er frumsamin eftir Tómas en flutningur kvæðisins er tekinn af Hljóðbókasafni (Hjalti Rögnvaldsson les).  Myndin af Bjarti í Sumarhúsum er af óþekktri fyrirsætu. Samsetning tónlistar, ljósmyndar, stefja og endurtekninga er sköpunarverk Tómasar Smára. Þessir þættir spila þannig saman að útkoman verður áhrifamikil og í rauninni verður til e.k. galdur.  Setningin ,,Heldurðu að þú getir munað þær?" sem Tómas Smári notar sem stef í laginu eykur áhrifin af undirliggjandi vantrausti Bjarts til Gvendar þegar kemur að andans- og skáldskaparmálum. Kennari áfangans var Elín Una Jónsdóttir.

{youtube}https://www.youtube.com/watch?v=WAAcLyuqlUs&feature=youtu.be{/youtube}