Fundur 2016 23.02

Fundur Foreldraráðs FSu

23. febrúar 2016

Mættir: Elín, Þorvaldur, Íva Rut og Olga Lísa skólameistari. Aðrir boðuðu ekki forföll.

Fundur settur kl. 16.15 á kaffistofu starfsmanna í FSu.

Dagskrá:

1. Umræður um skólastarfið.

2. Önnur mál.

1. Umræður um skólastarfið

a. Mætingar nemenda. Olga Lísa segir mætingar nemenda almennt mættu vera betri. Vangaveltur um þróun mála.  

b. Byggingamál. Verknámshúsið er töluvert í fókus þessa dagana. Nýbyggingin er nokkurn veginn á áætlun. Unnið er að því að hægt sé að tæma Hamar um eða eftir páska en skipta á m.a. um þakið. Skipulag kennslu í því húsi hefur því tekið mið af þeim áætlunum. 

c. Elín spurði Olgu Lísu um stöðu heimavistar. Hún svaraði því til að þau mál væru í ferli. Ekkert nýtt hafi komið fram frá því síðast. 

d. Olga Lísa greindi frá vinnu við nýja námskrá. Almennt gengur sú vinna vel. 

e. Unnið er að samstarfsverkefnum í tengslum við Erasmus-styrkjakerfið. Tvö slík verkefni eru í vinnslu, annars vegar í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg (varðar skil á milli skólastiga) og svo samtarfsverkefni með öðrum skólum í Skandinavíu (varðar félagsfræðilegar áherslur). Eins hefur FSu sótt um styrk í tengslum við verkefni sem hefur það að markmiði að sporna gegn brottfalli. 

f. Þorvaldur spurðist fyrir um nýliðna árshátíð. Olga Lísa sagði að almennt hefði gengið vel. Gæslumál eru þó í endurskoðun.

g. Framundan: Kosning í NFsu, Kátir dagar og Flóafár (í gangi).

h. Siðareglur nemenda. Olga Lísa vísaði í nýlega umræðu sem á sér stað í samfélaginu, að framkoma framhaldsskólanemenda gagnvart kennurum hefur verið að breytast og sígur frekar á ógæfuhliðina en hitt. Það er í deiglunni að skoða gerð siðareglna í samvinnu við nemendur, reglur sem kennarar geta þá vísað í utan við skólareglur. 

2. Önnur mál.

Engin önnur mál að þessu sinni.
Formaður boðar til næsta fundar með tölvupósti þegar nær dregur. 
Fundi slitið kl. 17.40.
Fundargerð ritaði Þorvaldur H. Gunnarsson.