Aðalfundur 2010

Fundargerð frá aðalfundi Foreldrafélags FSu og foreldrakvöldi þann 5. október 2010 kl. 
20:00.
 
Örlygur Karlsson skólameistari setti fundinn og bauð gesti velkomna. Fundarstjóri var 
Hannes Stefánsson.
 
Fyrst kynnti Jón Sigfússon frá Rannsóknum og greiningu niðurstöður rannsókna á ungu fólki. 
Jón kynnti starfsemi Rannsókna og greininga stuttlega og sagði að rannsóknir sýndu að hið 
mikla forvarnastarf sem unnið er í efstu bekkjum grunnskóla skili sér greinilega. Því sé 
afskaplega mikilvægt að framhaldsskólar haldi áfram og vinni markvisst að forvörnum í 
samstarfi við foreldrafélög og „forvarnarfólk.“
 
Næst á dagskrá var aðalfundur Foreldrafélags FSu. Fundarritari var ritari félagsins, Emma 
Guðnadóttir.
Dagný Magnúsdóttir, varaformaður flutti skýrslu stjórnar og sagði m.a. frá þátttöku í 
ráðstefnu á vegum menntamálaráðuneytisins og Heima og skóla, umbótum í 
mötuneytismálum skólans, tilraun til að hafa fyrirlestur fyrir nemendur og áhyggjum 
foreldrafélagsins á fyrirhuguðum niðurskurði á fjárlögum skólans næsta ár.
 
Gjaldkeri stjórnar lagði ekki fram neina reikninga þar sem engir eru peningar til í sjóðum og 
ekki var stofnað til neinna skuldbindinga.
 
Við umræður um skýrslu stjórnar kom fram fyrirspurn frá foreldri hvar hægt væri að nálgast 
fréttir af starfi stjórnarinnar, t.d. fundargerðir. Fráfrandi formaður sagði að fundargerðir hefðu 
hingað til ekki verið settar á heimasíðu skólans, en sagði þessu mætti auðveldlega kippa í 
liðinn með því að setja fréttir inn á heimasíðu skólans eða senda fréttir í tölvupósti til 
forráðamanna yngri nemenda.
 
Engar breytingar voru gerðar á lögum félagsins.
 
Kosning nýrrar stjórnar var næst á dagskrá. Úr stjórn gengu: Anna Margrét Magnúsdóttir, 
Emma Guðnadóttir og Elín Höskuldsdóttir.
Nýir í stjórn eru: Steinunn Jónsdóttir (var áður varamaður), Hafdís Sigurðardóttir og Svanhvít 
Hermannsdóttir. Nýir varamenn eru: Ragnhildur Thorlacius og Róbert Karel Guðnason.
Skoðunarmenn reikninga eru einnig nýir: Íris Þórðardóttir og Stefán Magnús Böðvarsson.
 
Engar fyrirspurnir komu fram undir liðnum önnur mál og því var aðalfundi slitið og tekið 10 
mín. kaffihlé.
 
Næst var kynning á skólanum þar sem skólameistari kynnti skólann stuttlega m.a. 
námsbrautir, reglur og umgengni, félagslíf nemenda, samskipti við kennara o.fl.
Agnes Ósk Snorradóttir og Eyvindur Bjarnason náms- og starfsráðgjafar kynntu sig og hvaða 
þjónustu þau bjóða nemendum upp á.Að lokum voru fyrirspurnir og var nokkrum spurningum beint til námsráðgjafanna, m.a. hvaða áhugasviðspróf þau bjóði upp á.

 
Fundi slitið um kl. 21:30.