Grunnþættir menntunar og skólabragur

Á fyrstu tveim önnum sínum í skólanum taka allir nemendur áfanga í félagsfræði og umhverfisfræði. Þar er lögð áhersla á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og grunnþætti menntunar sem skilgreindir eru í aðalnámskrá framhaldsskóla og öllum skólum ber að leggja áherslu á.
Áfangarnir tveir eru:
FÉLA1SA05, ERGÓ - samfélagið og umheimurinn
UMHV1SU05, ERGÓ - umhverfið og sjálfbærni

Skólabragur er námsgrein í skólanum og þurfa nemendur að sitja tvo einnar eininga áfanga á fyrstu tveimur önnum sínum í skólanum. Markmið með þessari námsgrein er að efla skólabraginn með því að kynna fyrir nemendum ýmsa mikilvæga þætti í starfsemi skólans og þeirra þátt í þeim. Einnig að kynna skólakerfið og námsframboð skólans þannig að nemendur hafi þekkingu til að velja námsbraut og áfanga sem henta þeirra framtíðaráformum í námi og störfum.
Áfangarnir tveir eru: BRAG1SA01 og BRAG1SB01.

Síðast uppfært 09. ágúst 2023