REIM3ÞG05

REIM3ÞG05 - Reiðmennska verklegt V – Markviss þjálfun

Lýsing:

Í áfanganum þjálfar nemandinn bæði sjálfstætt og undir eftirliti einn hest sem að hann fylgir eftir alla önnina. Setur sér markmið og gerir þjálfunáætlun fyrir hestinn. Markviss þjálfun byggð á þjálfunarstigum.

Forkröfur:HEST2KF03, REIM2KF05, FÓHE2HU03 (eða HEM402 og REM402)

Þekkingarviðmið:

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • helstu þáttum þjálfunarlífeðlisfræði og þjálfunar hesta.
  • hvað liggur til grundvallar æfingunum opnum sniðgangi og að láta hestinn ganga aftur á bak.
  • gangtegundum íslenska hestsins og hvað liggur til grundvallar þjálfunar þeirra.

 

Leikniviðmið:

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • leggja rétt mat á einfaldar aðstæður og taka sjálfstæðar ákvarðanir varðandi verklag.
  • nálgast fag sitt af ábyrgð og virðingu.
  • hefur gott vald á eigin líkama, ásetu og stjórnun á hestbaki.

 

 

Hæfniviðmið:

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • geta þjálfað og bætt sinn eigin hest.
  • hafa mjög gott vald á öllum ásetum og kunna að beita þeim rétt við þjálfun hestsins.
  • geta notað sér reiðvöllinn og fjölbreyttar reiðleiðir markvisst við þjálfun hestsins.
  • hafa vald á gangtegundaþjálfun og geta riðið allar gangtegundir nema skeið.
  • hafa gott vald á hraðastjórnun og gangskiptingum.
  • geta látið hestinn stækka og minnka rammann, á feti og brokki.
  • hafa vald á æfingunum opnum sniðgangi (á feti) og að láta hestinn ganga aftur á bak.
  • geta framkvæmt réttar gangskiptingar í jafnvægi.
  • knapi og hestur í andlegu og líkamlegu jafnvægi.
  • hafa stjórn á formi hestsins.
  • að nota mismunandi fimiæfingar þegar við á til að bæta hestinn.

 

Námsmat:

Námsmat er fjölbreytt og felst meðal annars í ýmsum verkefnum, prófum, jafningjamati og sjálfsmati.

 

Útgáfunúmer:

 

Skólar:

 

Leiðbeiningar:

 

Fyrirmynd: