ÍÞGR3KN03

Titill

Íþróttagrein - Knattspyrna

Námsgrein

Íþróttagrein

Viðfangsefni

Knattspyrna

Skammstöfun

ÍÞGR3KN03

Staða

 

Þrep

3

Einingafjöldi

3

Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla

 

Lýsing

Í áfanganum eiga nemendur að læra að kenna börnum og unglingum undirstöðuatriði í knattspyrnu.  Lögð er áhersla á knatttækni og leikfræði fyrir byrjendur.  Stefnt er að því að nemendur öðlist ákveðna grundvallar færni í greininni. Farið er yfir helstu atriði í þjálffræði barna og mikilvægi þess að leikurinn sé greindur sundur í smáar leikæfingar. Áfanginn er bæði bóklegur og verklegur. Nemendur æfa sig í að kenna hvort öðru.

Forkröfur

ÍÞRF2ÞJ03

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu á:

  • Knattspyrnu
  • Knattspyrnureglum
  • Ýmsum æfingum sem henta í þjálfun barna í knattspyrnu
  • helstu þjálfunaraðferðum í knattspyrnu

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni til að:

  • kenna leikfræði knattspyrnu
  • beita flautu og dæma knattspyrnuleiki
  • sýna grunn færni í knattspyrnu

Hæfniviðmið

Að þessum áfanga loknum á nemandi að geta

  • kennt leikfræði knattspyrnu
  • beitt flautu og dæmt knattspyrnu
  • sýnt grunn færni í knattspyrnu

Námsmat

 

Útgáfunúmer

 

Skólar

 

Fyrirmynd