Fréttir

SKOH Fréttir

Regnbogadagar -smellið á myndirnar til að skoða dagskrána.

Slide1

Slide2

 

Slide3

 

Skólabragur og Skólinn í okkar höndum.

Skólinn í okkar höndum kemur við sögu í handbók um geðrækt í framhaldsskólum, en Guðfinna Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri skrifar þar um skólabrag og verkefnið.

Minions (litlu gulu kallarnir) unnu Flóafár! vor 2015

 

floafar15 4Liðið Minions (litlu gullu kallarnir úr teiknimyndinni Despicable Me) sigraði hið árvissa Flóafár sem fór fram fyrr í dag. Í Flóafári keppa lið undir stjórn nemenda í þrautum sem starfsmenn skólans útbúa. Keppt er um stig fyrir þrautarlausnir og að klára á góðum tíma. Skólinn allur er undirlagður.  Hver krókur og kimi notaður og mikill metnaður hjá öllum liðum að vera með flottan heildarsvip.  Þau útbúa sitt svæði, halda góðum liðsanda, semja skemmtiatriði og skipuleggja sig vel. floafar15 3Fimm lið tóku þátt að þessu sinni, hvert með sinn einstaka stíl, Minions, Soldiers, Rave, Skrímsli og Tomorrowland.floafar15 6Sem fyrr sagði sigraði lið Minions, en í 2. sæti varð liðið Soldiers. Veittar voru sérstakar viðurkenningar fyrir ákveðin atriði: Lið Minions sigraði í borðalagningu, viðurkenningar fyrir besta herópið, besta svæðið, bestu búningana og besta skemmtiatriðið fékk lið Soldiers.

Starfsmenn keppa svo innbyrðis um besta búninginn, en það voru þau Ægir Sigurðsson og Guðbjörg Helga Guðmundsdóttir sem fengu viðurkenningu fyrir hrikalega vampírubúninga. vampírur

Keppnin fór einstaklega vel fram, allir stóðu sig mjög vel og dagurinn góður endir á vel heppnaðri viku með kæti og gleði að leiðarljósi eins og FSu-ingum er tamt.

Myndirnar tóku Örn Óskarsson og Ægir Pétur Ellertsson, en fleiri myndir af Flóafári 2015 má sjá á fésbókarsíðu skólans.

Kátir, kátir dagar vor 2015

Kátir dagar voru haldnir í liðinni viku, en þá er hefðbundið skólastarf brotið upp og nemendur geta raðað saman eigin dagskrá útfrá viðburðum sem að sérstök Kátudaganefnd setur saman. Meðal þess sem nemendur gátu gert var að hlusta á fyrirlestra um heilsu, förðun, jeppa, markmiðssetningu, nám í Danmörku, fræðst um Amnesty international, hesta og AFS. DSC 0105Einnig var hægt að læra brjóstsykursgerð, MMA, Taekwondoe, Crossfit, hnútagerð, fara í jóga svo eitthvað sé nefnt. Hægt var að spila tölvuleiki, horfa á þættir og bíómyndir, spila foosball og bumbubolta. Boðið var upp á morgunverð á fimmtudagsmorgun. Kátir dagar enduðu með lokahnykk í  Iðu íþróttahúsi þar sem nemendur og kennarar kepptu í körfuknattleik og allir gæddu sér á grilluðum pylsum. Fleiri myndir af Káturm dögum má finna á feisbúkksíðu skólans. 

Eldri fréttir - 2008- 2013

Stuð í hreyfingarviku

Laufsklarettir_og_kynning__FSu_030Um miðjan október var ein vika tileinkuð hreyfingu sérstaklega og voru kennarar þá markvisst með æfingar og kennslu þar sem einhverskonar hreyfing kom við sögu. Meðal þess sem gert var má nefna ratleik hjá stærðfræðikennurum þar sem nemendur hlupu um allt hús og leituðu að X-inu. Í nokkrum hópum í ensku unnu nemendur verkefni þar sem þeir gerðu myndasögu um hreyfingu og einnig fréttist af mörgum nemendum á ferð og flugi vegna hreyfitengdra verkefna.

Á myndinni hér að ofan má sjá nemendur í líffæra- og lífeðlisfræði leysa boltaþraut, en þrautin fólst í því að koma 30 boltum frá einu horni til annars á sem skemmstum tíma.

Á myndinni hér að neðan má sjá nemendur í Textíldeild, THL103 Fatahönnun og THL 143 Híbýlahönnun sem fóru í svonefnt Búðahlaup í Hreyfingarviku.  Var ein kennslustund tekin í að fylgja merktu Selfosskorti í kapphlaupi um að ná að kynna sér eins margar fata- og textíltengdar verslanir á svæðinu á 75 mínútum. Þetta tókst afar vel og má segja að hér í heimabyggð leynast ótrúlega mörg spennandi dæmi um íslenska fatahönnun, frumleg, flott og freistandi klæði, nytjahluti, efni, liti og form.tex

Góðgerðardagar

Nemendafélag skólans stendur í vikunni fyrir góðgerðadögum. Undirbúningur hefur staðið yfir lengi og verður fjölbreytt dagskrá í tengslum við þessa daga. Skólinn hefur verið skreyttur hátt og lágt og allskonar áskoranir og áheit eru farin af stað. Málefnið sem nemendafélagið einbeitir sér að að þessu sinni eru börn í neyð og tengist landssöfnun Rauða krossinn, Göngum til góðs.

Dagskrá næstu daga er svohljóðandi:

Miðvikudagur

11:05 Frumsýning sketsa íþróttaráðs í stofu 211– sketsinn sem sló næstum því í gegn á Busakvöldvökunni!
11:05 Flóamarkaður í Gryfjunni – Gefðu gömul föt til málefnisins og verslaðu þér ný á klink!
12:00 Önnur sýning sketsa íþróttaráðs - Stofa 211
12:30 Vöfflur
13:00 Sketsar Íþróttaráðs - Stofa 211

Fimmtudagur
11:00 Kilroy kynnir sjálfboðaliðastarf
11:10 Sketchar íþróttaráðs - Stofa 211
20:00 Góðgerðakvöldvaka - Þorsteinn Guðmundsson o.fl.

Föstudagur
10:00 Nemendur vs. Kennarar – Góðgerðaleikur í Iðu. Keppt um Góðgerðabikarinn.
10:30 Áskoranir framkvæmdar í hálfleik á Góðgerðaleik
12:20 Aragrúi flytur tónlistaratriði í miðrými

Laugardagur
10:00-16:00 Gengið til góðs – Gengið í hús og peningum fyrir Rauða Krossinn

 
 
Nánar má fræðast um Göngum til góðs á vef Rauða krossin.

Hoppað af krafti inn í hreyfingarárið

FSu hóf hreyfingarárið sitt í tengslum við Heilsueflandi framhaldsskóla með krafti og fékk til liðs við sig grunnskóla Árborgar, leikskóla, starfsfólk Ráðhús Árborgar og starfsfólk Rannsóknarmiðstöðvar HÍ í jarðskjálftaverkfræði. Nemendur og starfsfólk allra þriggja skólastiganna hittust í bæjargarðinum á Selfossi og hoppuðu af miklum krafti í þeirr von um að framkalla góðan skjálfta. Það tókst og sýndu mælingar að jörð skalf duglega á meðan hoppinu stóð. Margt verður á dagskrá á skólaárinu tengt hreyfingu sem sagt verður frá síðar.

hopp2

Dagskrá foreldrakynningarinnar og aðalfundar foreldrafélags FSu verður 27. september kl. 20.00 í sal FSu

  1. Skólinn í okkar höndum – Guðfinna Gunnarsdóttir og Svanur Ingvarsson verkefnastjórar
  2. Aðalfundur foreldrafélags FSu.
    1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
    2. Skýrsla stjórnar og starfsemi félagsins – hver?
    3. Gjaldkeri leggur fram ársreikning – hver?
    4. Umræður um skýrslu stjórnar
    5. Breytingar á lögum – eru einhverjar?
    6. Kosning í stjórn félagsins – eru frambjóðendur?
    7. Kosning skoðunarmanna – sem eru?
    8. Önnur mál
  3. Kynning á Fjölbrautaskóla Suðurlands – skólameistari, náms- og starfsráðgjafar.
  4. Fyrirspurnir/umræður.
  5. Kaffisopi.

Æskilegt er að a.m.k. einn aðili frá heimili mæti og sérstaklega frá heimili nýnema.

Styrkur skólans byggir m.a. á samvinnu og jákvæðum samskiptum heimilis og skóla.

Lýðræði - ábyrgð - réttindi - skyldur - skólabragur

veggurinnUm miðbik vorannar hittust nemendur í umsjónartíma og ræddu um efni úr nýju frumvarpi til framhaldsskólalaga þar sem rætt er um ábyrgð, réttindi og skyldur nemenda og starfsfólks sem og skólabrag og samskipti. Mjög líflegar umræður sköpuðust og skemmtilegt að sjá niðurstöðu umræðna sem leiða í ljós að nemendur eru meðvitaðir um námið sitt, réttindi og skyldur. Niðurstöðurnar voru svo hengdar upp á Vegginn góða og dreift meðal starfsfólks.

Kraftur - Hreyfing - orka

  • Vorönnin byrjaði af krafti hjá Skólanum í okkar höndum. Héðinn Svarfdal Björnsson, verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu hitti starfsfólk á fundi í janúar og fékk það til að hugstorma um þema næsta árs fyrir Heilsueflandi framhaldsskóla.  FSu tekur hreyfingu fyrir á næsta skólaári.
  • Hópstjórar hittu starfsfólk og var rætt um dagskrá næstu tveggja umsjónarfunda sem og önnur mál.
  • Á hópstjórafundi sem og á umsjónarfundi var rætt um dagskrá Kátra daga og tilhögun Flóafárs. Þetta uppbrot á skólastarfi er mikilvægur þáttur í skólabrag FSu á vorönn og enn mikilvægara að nemendur og starfsfólk fá að ræða um þessa viðburði og koma með tillögur að dagskrá.Kátir dagar og Flóafár verða haldnir 29. feb.- 2. mars næstkomandi.
  • Umsjónarkennarar hafa nú í febrúar  notað tvo umsjónartíma í febrúat til að ræða einslega við umsjónarnemendur sína, spyrja þá um námið, líðan og fleira sem fellur til. Hafa þessi viðtöl þótt gefast vel.

Hópstjórar á vorönn

Nokkrar breytingar urðu á skipan hinna mikilvægu hópstjóra á vorönn. Hópstjórar eru Guðmundur Björgvin Gylfason, Sólveig Sigmarsdóttir, Kristjana Hrund Bárðardóttir, Helgi Hermannsson, Sverrir Ingibjartsson, Vera Valgarðsdóttir og Ragnheiður Eiríksdóttir.

Breyting á verkefnastjórnverkefnisstjoraraskoh

Breytingar urðu á verkefnastjórn um áramót í verkefninu "Skólinn í okkar höndum". Þær Agnes Ósk Snorradóttir og Þórunn Jóna Hauksdóttir létu af störfum sem verkefnastjórar en við tóku þau Guðfinna Gunnarsdóttir og Svanur Ingvarsson. Þeim Agnesi og Þórunni er þökkuð vel unnin störf og þeim Guðfinnu og Svani óskað velfarnaðar í mikilvægu starfi í þágu nemenda og skólans.

 

 

 

 

Skólinn í okkar höndum á foreldrafundi
Að kvöldi 18. nóvember 2011 var haldinn árlegur aðalfundur foreldrafélags FSu, á almennu foreldrakvöldi. Þar kynntu verkefnisstjórarnir Skólann í okkar höndum.


Skólinn í okkar höndum kynntur
foreldrafundurMarkmið Skólans í okkar höndum er heildstæð forvörn líkamlegrar, andlegar og félagslegrar heilsu - til eflingar lærdómssamfélagi FSu. Til að ná markmiðinu er fléttað er saman fræðslu og aðgerðum gegn einelti, leiðum að enn betri skólabrag, dagamun og heilsueflandi framhaldsskóla. Allir sem koma að starfi FSu eru þátttakendur í verkefninu: Nemendur, kennarar, starfsfólk, stjórnendur, foreldrar og yfirvöld. Starfið leiða verkefnisstjórarnir Agnes Ósk Snorradóttir og Þórunn Jóna Hauksdóttir. Nú í september 2011 var Skólinn í okkar höndum kynntur fyrir nýjum kennurum og foreldraráði FSu og rifjaður upp með nemendum í umsjónartíma.

Á myndinni eru frá vinstri:  Þórunn Jóna Hauksdóttir verkefnastjóri, fulltrúar foreldra Svanhvít Hermannsdóttir,Hafdís Sigurðardóttir, Dagný Magnúsdóttir formaður  foreldraráðs, Ragnhildur Thorlacius og Agnes Ósk Snorradóttir verkefnastjóri.

Skólinn í okkar höndum skólaárið 2011-2012
Undirbúningur fyrir Skólann í okkar höndum fyrir skólaárið 2011-2012 er hafinn. Sem fyrr verður lögð áhersla á að vinna í meginþáttum verkefnisins: Olweus gegn einelti og andfélagslegu atferli, dagamun og skólabrag og nú bætist við fjórði meginþátturinn, heilsueflandi framhaldsskóli. Þeir sem koma að starfi FSu taka þátt í verkefninu: Nemendur, kennarar, starfsfólk, stjórnendur og foreldrar.
Hópstjórar eru lykilaðilar þess að upplýsingaflæði milli þátttakenda sé virkt. Í vetur gegna því starfi: Helgi Hermannsson, Vera Valgarðsdóttir, Sverrir Geir Ingibjartsson, Guðfinna Gunnarsdóttir, Svanur Ingvarsson, Kristjana Hrund Bárðardóttir, Guðmundur Björgvin Gylfason og Ragnheiður Eiríksdóttir.  Íris Þórðardóttir er tengiliður við Lýðheilsustöð vegna heilsueflandi framhaldsskóla. Verkefnisstjórar Skólans í okkar höndum eru Agnes Ósk Snorradóttir og Þórunn Jóna Hauksdóttir.

Skýrsla skólaársins 2011-2012 ...
... fyrir Skólann í okkar höndum er komin á vef FSu. 

Skýrsla skólaársins 2010-2011 ...
... fyrir Skólann í okkar höndum er komin á vef FSu. 


Hann á afmæli

Fjölbrautaskóli Suðurlands verður 30 ára í haust, 2011, og hafa aðstandendur skólans fullan hug á að halda upp á afmælið með pompi og prakt. Hugmynda hefur verið aflað hjá starfsfólki skólans og fimmtudaginn 10. mars var komið að nemendum að láta hugmyndaflugið njóta sín í umsjónartíma. Hvað á að gera í tilefni af tímamótunum? Hvernig er best að fá sem flesta til að taka þátt í afmælinu? Nemendum eru þökkuð góð viðbrögð og góðar tillögur þeirra rötuðu í hugmyndabanka afmælisnefndarinnar. Umsjónartíminn var á vegum verkefnisins „Skólinn í okkar höndum“ og miðaði að bættum skólabrag. Markmiðið er að gera gott skólastarf betra og efla heildstætt lærdómssamfélag með því að virkja allt lærdómssamfélagið til þátttöku í faglegu innra starfi FSu.

 

Heimsókn frá forvarnarfulltrúum

Þann 23. febrúar 2011 komu Jóhanna Hjartardóttir, menningar- og frístundafulltrúi Hveragerðis, Ragar Sigurðsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Ölfuss og Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi og kynntu sér Skólann í okkar höndum. Þórunn Jóna verkefnisstjóri og Íris Þórðardóttir forvarnarfulltrúi kynntu alla þætti verkefnisins og svöruðu spurningum gestanna.
 
Mikil ánægja kom fram með verkefnið og vilji til að kynna það betur í nærumhverfi gestanna.

alt


 
Skólinn hlaut Menntaverðlaun Suðurlands fyrir verkefnið: "Skólinn í okkar höndum"

 
Menntanefnd SASS samþykkti á fundi 4. jan. 2011, að Fjölbrautaskóli Suðurlands hlyti Menntaverðlaun Suðurlands árið 2010 fyrir verkefnið "Skólinn í okkar höndum."  Tilnefningin beinist að fjórum verkefnum sem eru samtvinnuð: Olweusar-áætlunin gegn einelti, bættur skólabragur, dagamunur og heilsueflandi framhaldsskóli. Skólinn fékk verðlaunin afhent á hátíðarfundi Fræðslunets Suðurlands og Háskólafélags Suðurlands 13. janúar.  Þar voru einnig afhentir styrkir úr Vísinda- og rannsóknarsjóði Suðurlands. Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson afhenti styrkina og menntaverðlaunin.

Undirbúningur

Undirbúningur að innleiðingu Skólans í okkar höndum hófst haustið 2009. Verkefnisstjórar byrjuðu á fræðslunámskeiði hjá Olweusarverkefninu á Íslandi en áætlað er að því ljúki vorið 2011. Strax var lagt upp með að sníða Olweusaráætlun gegn einelti og andfélagslegu athæfi að FSu; framhaldsskóla með áfangakerfi, þannig varð til heitið „Skólinn í okkar höndum". Markmiðið er s.s. að allir sem koma að starfi FSu bera ábyrgð á líðan sinni og annarra og á því að gera gott skólastarf betra svo lærdómssamfélag FSu megi vaxa og dafna. Rík áhersla er á að allir eigi hlutdeild í verkefninu með lýðræðislegum vinnubrögðum. Allir komi að því, fái tækifæri til að láta rödd sína heyrast og að verkefnið þróist miðað við þetta, án þess að hvika frá markmiðum þess.

Á stiku, til vinstri við þessa síðu er hægt að velja þá þætti sem felast í Skólanum í okkar höndum. Hér fyrir neðan er skýrsla um verkefnið frá skólaárinu 2009-2010

Skólinn í okkar höndum skólaárið 2009-2010

 

Síðast uppfært 16. nóvember 2020