ÍÞFR2ÞJ03

Titill

Þjálfun barna og unglinga

Námsgrein Íþróttafræði
Viðfangsefni Þjálfun
Skammstöfun ÍÞFR2ÞJ03
Staða  
Þrep 2
Einingafjöldi 3
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur læri um hlutverk þjálfara og leiðbeinenda í íþróttastarfi. Sérstaklega verður miðað við þjálfun barna á aldrinum þriggja til tólf ára. Lögð er áhersla á skipulag þjálfunar, áætlanagerð og markmiðssetningu. Nemendur fá undirstöðuþekkingu í kennslu- og aðferðafræði íþrótta og þjálfun í að bregðast við íþróttameiðslum. Fjallað er um mataræði íþróttamanna og kosti og ókosti orkudrykkja og fæðubótarefna. Fjallað er um þjálfarann sem fyrirmynd og í því samhengi áhrif áfengis, tóbaks og annara vímuefna á líkamann og afkastagetu íþróttamanna. Áfanginn er bóklegur.
Forkröfur Engar
Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu á:

  • hlutverki þjálfarans
  • skipulagi og áætlanagerð í þjálfun
  • muninum á þjálfun barna og unglinga
  • hreyfiþroska, sálrænum þroska og félaglegum þroska barna
  • mikilvægi holls mataræðis í þjálfun
  • mikilvægi þess að þjálfarinn sé fyrirmynd
Leikniviðmið Nemandi skal hafa öðlast leikni til að:
  • skipuleggja þjálfun til lengri og skemmri tíma
  • standa fyrir framan hóp og útskýra æfingar
  • notfæra sér upplýsingatækni við þjálfun og undirbúning þjálfunar
Hæfniviðmið Að þessum áfanga loknum á nemandi að geta:
  • miðlað þekkingu sinni til iðkenda við grunnþjálfun barna og unglinga
  • skipulaggt grunnþjálfun miðað við mismunandi aðstæður og mismunandi getustig iðkenda
  • breytt æfingum svo þær hæfi mismunandi aldursstigum
Námsmat  
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd