Hestamennska-ný

Hestalína.

Lýsing:

Hestabraut er bókleg og verkleg námsbraut sem lýkur með stúdentsprófi og skilar nemendum með hæfni á 3. þrepi. Námið felur í sér verklega þjálfun og bóknám í greinum tengdum hestamennsku og reiðmennsku. Einnig fær nemandi góða undirstöðu í kjarnagreinum. Brautin er góður undirbúningur fyrir þátttöku í atvinnulífinu. Við námslok er nemandinn vel undirbúinn fyrir sérhæfð störf innan hestamennskunnar og háskólanám m.a. í hestafræðum. Hestabraut með námslok á 3. þrepi er 200 feiningar og er meðanámstími 6-7 annir.

Grunnupplýsingar:

Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum.  Einnig er gerð krafa um að  nemandinn sé í viðunandi líkamlegu formi og geti stigið á og af hestbaki.

Skipulag:

Kjarni: 86 ein. (sjá kjarna: Opin fjölgreina stúdentsbraut-starfsnám)

Séráfangar brautar:
Hestamennska: 23 einingar
Reiðmennska 30 einingar
Fóðrun og heilsa 14 einingar
Undirbúningur fyrir starfsnám: 4 einingar
Starfsnám: 20 einingar (tekið að sumri til)
Íþróttafræði: 5 einingar
Leiðbeinandi í hestamennsku: 4 einingar
Lokaverkefni á hestabraut: 3 einingar
Skyndihjálp: 1 eining
 
hestalina
 

Námsmat:

Námsmat er fjölbreytt og felst meðal annars í ritgerðum, verkefnum, prófum (verklegum og bóklegum), jafningjamati og sjálfsmati. Almennt námsmat byggir á einkunnagjöf á bilinu 1-10. Námsmat getur farið fram með mismunandi hætti eftir ákvörðun kennara. Matið er ýmist samsett úr símati og lokaprófi eða eingöngu símati. Nánari tilhögun námsmats er í höndum kennara hverrar faggreinar. Í upphafi hvers skólaárs skal nemendum kynnt kennsluáætlun og námsmarkmið svo og tilhögun námsmats hvers áfanga.

Starfsnám: Til að útskrifast af hestabraut þurfa allir nemendur að taka starfsnám á viðurkenndum verknámsstað. Nemendur taka 2 starfsnámslotur og fara þær fram að sumri að loknu undirbúningsáfanga. Sú fyrri að lokinni annari önn og sú seinni að lokinni fjórðu önn.

Í bæði fyrra og seinna starfsnáminu fer fram kynning og verkleg þjálfun á ýmsum störfum í hestamennsku. Meginviðfangsefni er að nemandinn fái að aðstoða við og framkvæma helstu verk sem unnin eru varðandi hrossahald starfsnámsstaðarins og auki þar með þekkingu sína, verkfærni og sjálfstæði í vinnubrögðum. Einnig fá nemendur innsýn í stjórn og rekstur tamningastöðvar/hrossabús/hestatengdar ferðaþjónustu svo og þjálfun í mannlegum samskiptum. Í seinna starfsnáminu er gerð krafa um að nemendur fái að aðstoða fagaðila við markvissa þjálfun hrossa.

Síðast uppfært 24. október 2017