Tilkynning um eyðingu gagna

Tveim vikum eftir að starfsfólk hættir störfum eða nemendur hætta í skólanum eru netföng þeirra gerð óvirk í námsferilskerfinu INNU. Þá verður þeim eytt úr tölvukerfi skólans og úr Office365. Bent er á að sá möguleiki er í boði að virkja sjálfvirka svörun tölvupósts um að viðkomandi sé hættur.  Fram að þeim tíma geta starfsmenn og nemendur tekið afrit af einkagögnum og tölvupósti sem kunna að vera í kerfinu.  30 dögum eftir að netföngum er eytt er afritum af þeim eytt og þar með gögnum sem þeim tengjast.

Kerfisstjóri FSu