Mötuneyti nemenda verðlisti

Mötuneyti FSu leggur áherslu á gott aðgengi að hollum og góðum valkostum í fæði. Skólinn er Heilsueflandi framhaldsskóli og næringarstefna mötuneytis tekur mið af því.  Mjög gott aðgengi er að köldu vatni í öllum þremur byggingum skólans. Ekki er hægt að kaupa gosdrykki í skólanum. Ávaxtasafar, kókómjólk, kaffi og kakó er selt í mötuneyti.

Skólinn býður nemendum sérstök matarkort sem hægt er að nota til að greiða fyrir mat í mötuneytinu. Greitt er inn á matarkort í Innu með skuldfærslu af kreditkorti. Nemendur þurfa ekki að greiða fyrir kortið sjálft en þeir sem ekki eru með kort þurfa að panta það. Tekið er við kortapöntunum við upphaf hverrar annar og er hægt að hafa samband við Ragnar Geir Brynjólfsson, ragnar@fsu.is eða í síma 480 8158 til að panta matarkort. Ekki er nauðsynlegt að endurnýja kortin og þau er hægt að nota áfram þó nemandi hætti í skólanum og byrji aftur. Ef kort týnist þarf að panta nýtt. Leiðbeiningar um hvernig greitt er inn á matarkort er að finna í þessu pdf skjali: http://www.fsu.is/Matradur.pdf

Nemendur eiga kost á að kaupa ávexti og mjólkurvörur án viðbætts sykurs. Frá kl. 7.30 - 10.00 er boðið upp á hafragraut á 100 kr. skálina. Starfsmenn mötuneytis smyrja daglega rúnstykki, heilkornarúnstykki, langlokur, baguette og breiðlokur. Einungis er í boði brauðmeti úr trefjaríkum korntegundum.

Hádegisverður er 5 daga vikunnar. Lögð er áhersla á holla fiskrétti, kjöt, súpur og grænmeti. Salatbar er á staðnum með um 12 tegundum.

Í matsal eru örbylgjuofn og eitt samlokugrill, sem nemendur hafa frjálsan aðgang að.

 

 

Matseðill vikuna 24.-28. apríl

 

Mán: Kjúklingur, hrísgrjón og ferskt salat

Þri: Fiskréttur og kartöflur

Mið: Heitur pastaréttur og snittubrauð

Fim: Hakkréttur og ferskt salat

Fös: Grísahnakki og rótargrænmeti

Verðskrá

Heitur matur: 700

Salatbar: 500

Súpa og brauð: 550

Rúnnstykki: 350

Ostaslaufa/skinkuhorn: 400

Baguette m/grænmeti: 350

Breiðloka m/áleggi: 500

Langloka m/áleggi: 500

Kaka/Hafraklatti: 400

Brauðsneið m/áleggi: 200

Föstudagskaka: 400

Smurostur/mjólk: 80

Ávextir/Orkustöng: 100

Hafragrautur: 100

Skyr/Jógúrt: 150

Próteindrykkir/ab: 250

Ávaxtasafi/kókómjólk: 150

Kaffi/kakó/te: 200

Kristall/Heilsusafi: 250

Kaffikort x 10: 1700