UPPE2DU05

Titill Uppvöxtur - nánar
Námsgrein Uppeldisfræði
Viðfangsefni Nemendur dýpka þekkingu sína á 6 sviðum sem tengjast uppeldi og menntun á Íslandi.
Skammstöfun UPPE2DU05
Þrep 2
Einingafjöldi 5
Lýsing

Í áfanganum verða tekin fyrir 6 svið uppeldis og menntunar á Íslandi. Fjallað verður um markmiðssetningu grunn- og framhaldsskóla og tengsl þeirra markmiða við starf þessara menntastofnana.  Réttindi og þjónusta tengd fötlun barna og unglinga. Ofbeldi gagnvart börnum,  Sorg og sorgarviðbrögð barna og unglinga.  Rannsóknir á mismuni kynjanna og uppeldis- og/eða kennslufræðileg úrræði tengd kynjamun.  Íþrótta- og tómstundastarf barna og unglinga  Ekki er unnið með neina kennslubók í áfanganum heldur verður efni fyrir hvern námsþátt miðlað af kennara og nemendur eiga síðan sjálfir að finna það efni sem þeir telja gagnlegt í vinnu verkefna í tengslum við hvern efnisþátt.  Lögð verður áhersla á fjölbreyttar aðferðir við rannsóknarvinnu og miðlun verkefna, bæði í hópum sem og einstklingslega.

Forkröfur

UPPE2UM05

Þekkingarviðmið


Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • mikilvægi markmiðssetningar grunn- og framhaldsskóla og tengsl við það starf sem í skólunum fer fram.
  • réttindi og aðstæður fatlaðra ungmenna ásamt lögum og reglum um þjónustu og skyldur menntastofnana gagnvart þeim.
  • Ofbeldi gagnvart börnum og ungmennum, inni á heimilum sem og annarsstaðar.  Þar með talið einelti í öllum sínum birtinagarmyndum.  Réttindum barna sem verða fyrir ofbeldi og úrræðum í samfélaginu.
  • Sorg barna, hvernig hún birtist á mismunandi aldri og hvernig best sé að aðstoða börn sem ganga í gegnum sorg, og þá m.a. hvað ber að forðast að gera.
  • Mismunandi þörfum og eðli kynjanna og þeim rannsóknum sem efstar eru á baugi hvað þann mismun varðar, svo og þau úrræði sem gripið hefur verið til í skólakerfinu til að koma til móts við e.t.v. ólíkar þarfir kynjanna.  Stöðu kynjanna hvað varðar laun, störf og valdastöður í samfélaginu.
  • Íþrótta- og tómstundastarfi unglinga.  Þ.m.t. uppeldislegu gildi þessa starfs og framboð í okkar eigin samfélagi.

 

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Vinna sjálfstætt, einn og með öðrum, markvisst og af ábyrgð
  • Beita mismunandi rannsóknaraðferðum félagsvísinda í samræmi við fyrirliggjandi verkefni hverju sinni
  • Kynna og túlka niðurstöður rannsókna sinna og annarra með margvíslegum hætti
Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Draga ályktanir og beita rökum og faglegri gagnrýni
  • Yfirfæra og hagnýta þá leikni og þekkingu yfir á störf og verkefni sem krefjast víðsýni, sköpunar, umburðarlyndis og skilnings á eigin getu.

 

Námsmat Símat: Verkefni nemenda tengd hinum 6 námsþáttum verða metin.  Þar mun koma við sögu jafningjamat og sjálfsmat ásamt rökstuddu mati kennara.