TÓNL2SU05

 

Titill

Samspil/Upptökur

Námsgrein

Tónlist

Viðfangsefni

Samspil/Hljómsveitir/Upptökutækni

Skammstöfun

TÓNL2SU05

Þrep

2

Einingafjöldi

5

Lýsing

Samspil og samsetning hljómsveita. Nemendur setja saman hljómsveitir undir leiðsögn kennara og hljóta þjálfun í samspili við aðra hljóðfæraleikara.

Önninni er skipt upp í níu lotur þar sem allir hóparnir þrír vinna með þrjú ólík lög í hverri lotu.

Kennslugögn: Real Rock Book  I  ( verður til á bókasafni) Þó er mælt með að nemendur kaupi bókina ( fæst hjá Tónastöðinni í Reykjavík)

Ljósrit frá kennara.

Earmaster ( forrit til að þjálfa tónheyrn)

Kennd verður grunntækni í hljóðupptökum. Námið byggir  að miklu leyti á tölvuvinnu. Kennslugögn má velflest finna á veraldarvefnum. Kennari sér um að vísa nemendum  réttar brautir í því. Einnig fá nemendur ljósrit frá kennara. Nemendur gætu þurft að vinna verkefni utan skóla  s.s. upptaka á tónleikum.

 

 

 

Forkröfur

 

Þekkingarviðmið

Að nemandi þjálfist í að leika þá tónlist er kennari leggur fram.

Að nemendur þjálfist í samspili við aðra hljóðfæraleikara og fái innsýn í hlutverk hvers hljóðfæris fyrir sig.

Að nemendur styrkist í samvinnu og geti unnið á faglegan hátt með ólíka tegund tónlistar.

Að nemendur eflist í tónheyrn og það skili sér í betri hljóðfæraleik

Að nemendur öðlist skilning og reynslu  á stafrænum upptökum

Að nemendur geti tekið upp hljómsveitir  unnið með midi og hljóðblandað upptökur

Að nemendur getið notað ólíka effekta við ólik skilyrði

Að nemendur geti unnið á faglegan hátt með hljóðfæraleikurum við upptökur

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í :

-Nánu samstarfi við aðra nemendur og kennara

- Aukinni leikni og getu á valið hljóðfæri

- Tónheyrn

Að nemandi sé fær um að taka upp tónlist á einfaldan hátt

Unnið með midi og hljóðblandað sem og tekið upp tónlist á tónleikum

Tileinkað sér færni við að nota ólíka effekta

 

  •  

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

-Til að leika í hljómsveit og stunda tónlistarflutning af ýmsu tagi

-Búa til sín eigin lög

-Stofna hljómsveit

Taka upp tónlist

 Vinna við eigin tónlistarsköpun

Vinna að upptöku tónlistar með hljóðfæraleikurum s.s. upptökur á tónleikum ofl.

  •  

Námsmat

Lokaeinkunn :

-Símat