TÓNL2RO05

Titill

Rokksaga

Námsgrein Tónlistarsaga
Viðfangsefni Saga rokk-og-ról tónlistar 1950-1970
Skammstöfun TÓNL2RO05
Þrep 2
Einingafjöldi 5
Lýsing

Kennslubók: The History of Rock & Roll eftir Franklin Watts, 1997. Áfanginn felst meðal annars í því að kynnast helstu nöfnum sem tengjast sögu rokksins: Sam Philips (upptökutækni), Elvis Presley, Frank Sinatra, Little Richard, Jerry Lee Lewis, Chuck Berry, Screamin´ Jay Hawkins, Bo Diddley, Everly bræður, Buddy Holly, Ricky Nelson, Bítlarnir, Rolling Stones, The Pretty Things, Pete Seeger, Peter, Paul & Mary, Bob Dylan, Kingston Trio, The Beach Boys, Frank Zappa, Traffic, The Kinks, The Box Tops, The Allman Brothers, Shirelles, Ten Years After, Eric Clapton, B.B. King, John Mayall, Yardbirds, Cream, Jimi Hendrix, Jim Morrison, Doors, Janis Joplin, Monkees og Simon & Garfunkel.

     Í kennslunni verða mikið notuð myndbönd af You Tube, einnig sýndar kvikmyndir um tónlistarstjörnur, myndir á borð við The Buddy Holly Story, The Rose, The Band og svo framvegis. Einnig eru sýndar kvikmyndir af tónlistahátíðum, til dæmis Woodstock og Gimme Shelter svo og kvikmyndir með tónlist úr dægurtónlistargeiranum: A Hard Days Night, Saturday Night Fever, Grease og svo framvegis.

Forkröfur  
Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • upphafi rokktónlistar
  • þróun rokktónlistar
  • einkennum rokktónlistar
  • hljóðfæraskipan í rokktónlist
  • helstu skapandi listamönnum í rokktónlist
  • markaðslögmálum í dægurtónlist
  • auglýsingamennsku í kringum tónlist
  • hvernig nýjum hljómsveitum og lögum er komið á framfæri
  • upptökutækni á tónlist
  • tónfræði, svo sem fimmundarhringnum
  • upptökustjórn
  • söngtækni
  • tímaritum sem fjalla um dægurtónlist
  • mismunandi notkun á gítar í gegnum rokksöguna
  • gítarsögu, Les Paul og þróun rafmangsgítarsins
  • byltingu Jimi Hendrix í notkun á rafmangsgítar
  • deginum sem tónlistin dó
Leikniviðmið Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • setja samtíma rokktónlist í samhengi við sögu rokksins
  • þekkja mismunandi gítarstíla
  • greina mismunandi raddir
  • skynja mismunandi upptökutækni
  • greina á milli „sound on sound“ og fjölrása-tækni
  • greina mismunandi hljóðheima
  • skilja verkan fótstiga í gítarspili
  • átta sig á hvað „Wow-wow“ tækni er
  • greina hljóðmyndun Lesley tækja
  • greina mun á mismunandi orgelum (Farfisa - Hammond)
Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • meta gæði samtíma rokktónlistar
  • búa til sín eigin lög
  • stofna hljómsveit
  • vinna við umboðsmennsku
Námsmat

Símat: Tvö próf og ein ritgerð