TEVH2GH05

Áfangi                                               TEVH2GH05,  teikningar og verklýsingar í húsasmíði.

___________________________________________________________________________________

Markmið áfangans:           Helstu markmið áfangans eru að nemendur:

  • læri um verkstæðisunna byggingahluta úr tré og útfærslur þeirra
  • geti lesið og unnið með teikningar af verkstæðisunnum byggingahlutum
  • geti rissað og teiknað einfalda glugga, hurðir, innréttingar og tréstiga
  • læri að gera efnislista og kostnaðarútreikninga á grundvelli teikninga

Efnisatriði/kjarnahugtök:              Aðalskipulag, deiliskipulag, hönnunargögn, aðaluppdrættir, séruppdrættir, byggingauppdrættir, innréttingauppdrættir, deiliteikningar, deililausnir, sneiðingar, byggingareglugerð, íslenskir staðlar, Rb-blöð, verklýsingar, fagheiti, teiknitákn, gluggar, hurðir, innréttingar, skápar, tréstigar, stigahandrið.

_______________________________________________________________________________________

Kennslugögn:                               Stuðst verður við eftirfarandi gögn:

Byggingareglugerð, Rb-blöð, Sýnishorn teikninga af einbýlishúsi, Húsasmíði-timburhús e. Anders Fröstrup, Íslenskir staðlar, Aðgengi fyrir alla, ýmis teiknigögn o.fl.

Nemendur eru hvattir til að teikna verkefnin í fartölvu og er mælt með því að teikniforritið Microstation V8 sé notað en því má hlaða niður frítt af netinu (nemendaútgáfa). Kennari aðstoðar nemendur í að ná tökum á forritinu. Einnig má notaAutoCad eða önnur teikniforrit ef nemendur hafa notast við þau áður og þekkja vel.                                                      Fartölvur verða nemendur að útvega sjálfir og taka með sér á tímana.

Verkefnin (ljósrit) fá nemendur frá kennara í tímum á önninni  (einnig hægt sækja þau á Moodle).

Nemendur sem velja að teikna með teiknivélum þurfa að kaupa   nauðsynleg teikniáhöld, s.s. 13 stk. A2 teikniblöð, möppu undir teikningar, mælikvarða, teikniblýanta (2H – 4H blýstyrkur) og , línuveiðara. Teikniáhöldin fást í bóksölu skólans.