STÆR2AF05

Titill

Algebra og föll

Námsgrein Stærðfræði
Viðfangsefni Algebra og föll
Skammstöfun STÆR2AF05
Staða  
Þrep 2
Einingafjöldi 5
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing

Unnið er með algebru og föll. Einnig er unnið með hnitakerfið, jöfnu beinnar línu, veldi og rætur. Nemendur kynnast fallahugtakinu. Enn fremur er unnið með mengi og mengjarithátt, einnig ójöfnur og ójöfnuhneppi, rótarjöfnur, algildisjöfnur, annars stigs jöfnur og dulbúnar annars stigs jöfnur. Kynntar eru margliður af hærra stigi og margliðudeiling.

Forkröfur Einkunnin A frá grunnskóla 
eða STÆR2AR05 eða góður árangur í STÆR1AJ05+STÆR2RU05
Þekkingarviðmið Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:
  • deilanleika út frá frumþáttun og tilvist rauntalna
  • algengum reiknireglum og algebrubrotum
  • fyrsta og annars stigs jöfnum og ójöfnum
  • hnitareikningi m.a. jöfnu beinnar línu og fleygboga
  • mengjum og mengjarithætti
Leikniviðmið Nemandi geti unnið af öryggi og sjálfstæði með:
  • táknmál – stærðfræðilega framsetningu viðkomandi námsefnis og túlkun táknmáls á mæltu máli
  • frumþáttun og deilanleika
  • rauntölur, algengar reiknireglur og beitingu veldareglna
  • meðferð algebrubrota og lausn annars stigs jafna
  • hnitakerfið og tengsl falla við gröf
  • stærðfræðiforrit og vísindalega vasareikna
Hæfniviðmið Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér og t.d.:
  • miðlað henni í mæltu og rituðu máli og skráð lausnir skipulega
  • beitt skipulegum aðferðum og skapandi hugsun við lausnir
  • klætt verkefni í stærðfræðilegan búning, leyst þau og túlkað lausnirnar
  • hagnýtt stærðfræðilega þekkingu
Námsmat Námsmat byggist á lotuprófum, verkefnum og lokaprófi.
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd