SPÆN1BB05

Titill

Grunnáfangi B

Námsgrein Spænska
Viðfangsefni  
Skammstöfun SPÆN1BB05
Staða  
Þrep 1
Einingafjöldi 5
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing

Viðfangsefni undanfarans eru rifjuð upp og sett í nýtt samhengi. Áfram er unnið að aukinni færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun, þar sem fléttað er inn í kennsluna menningu spænskumælandi landa. Orðaforði er aukinn og ný málfræðiatriði þjálfuð. Til að æfa þessi atriði geta eftirfarandi atriði legið til grundvallar í kennslunni:

Stuttar frásagnir, hvað fólk gerir í fríi eða á ferðalögum, póstkort og bréf, borgarlíf, að lýsa borg og staðsetningu borga, að vísa til vegar, að sinna erindum í borginni, áhugaverðir staðir, helstu byggingar og staðsetning þeirra. Aðrir efnisþættir geta verið menningarviðburðir, persónulýsingar, þ.e. útlit og persónuleiki svo og matur og drykkur, veitingastaðir, matarvenjur, máltíðir, matarboð og innkaup, tómstundir og áhugamál, skoðanir (að líka/mislíka), stefnumót, mánuðir, árstíðir og veður.

Áhersla verður lögð á að nemendur tjái sig sem mest á spænsku í töluðu og rituðu máli, og einnig verður lögð áhersla á fjölbreytta og skapandi verkefnavinnu þar sem tekið er tillit til áhuga nemenda eins mikið og unnt er. Unnið verður með fjölbreytt efni, meðal annars tónlist, myndbönd, leiki og ýmislegt efni af Netinu sem hjálpar við að komast nær spænskumælandi menningarheimi og eflir menningarlæsi nemenda. Áhersla er lögð á að nemendur beri ábyrgð á sínu eigin námi og sýni sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skapandi hugsun.

Forkröfur SPÆN1AA05
Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:

  • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins
  • mannlífi, menningu og siðum í löndum þar sem tungumálið er talað sem móðurmál/fyrsta mál og þekkja samskiptavenjur
  • grundvallarþáttum málkerfisins
  • formgerð og byggingu texta og mismuninum á töluðu og rituðu máli
Leikniviðmið Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er skýrt og áheyrilega
  • lesa ýmiss konar texta um kunnugleg efni og beita viðeigandi aðferðum eftir því hver tilgangur með lestrinum er hverju sinni
  • bregðast við spurningum um efni sem hann þekkir og beita kurteisisvenjum og hljómfalli við hæfi
  • beita þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins
  • skrifa einfaldan texta um efni sem hann þekkir og nota viðeigandi málfar
  • fara eftir grundvallarreglum sem gilda um ritað mál
  • nota upplýsingatækni og hjálpargögn í tungumálanámi sínu
Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • tjá sig um hugðarefni sín og áhugamál
  • tjá sig um liðna atburði
  • miðla efni sem hann hefur aflað sér þekkingar á
  • tjá skoðanir og tilfinningar
  • takast á við kunnuglegar aðstæður í almennum samskiptum og beita viðeigandi mál- og samskiptavenjum
  • lesa texta af hæfilegu þyngdarstigi og tjá skoðun sína
  • skrifa um áhugamál sín
Námsmat

Fjölbreytilegt námsmat.

Allir fjórir færniþættir tungumálsins eru metnir, þ.e. tal, ritun, hlustun og lestur.

Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd Áfanginn er á stigi A1 skv. evrópska tungumálarammanum.