SÁLF3KV05

Titill

Sálfræði og kvikmyndir

Námsgrein

Kvikmyndasaga – sálfræði

Viðfangsefni

Kvikmyndir skoðaðar úr frá sálfræðilegum þemum

Skammstöfun

SÁLF3KV05

Þrep

3

Einingafjöldi

5

Lýsing

Eitt af markmiðum áfangans er aukin sjálfsþekking nemenda sem byggir á því að bera margbreytilegar aðstæður í lífinu, sem sjá má í kvikmyndum, saman við eigin aðstæður og máta við sjálfa sig.

     Sýnd verða brot úr mörgum kvikmyndum með mismunandi þemu og fjórar kvikmyndir skoðaðar í heilu lagi: Rambling Rose, Heavenley Creatures, Alfie, Secretary, Croupier, Urban Cowboy, Camille Claudel, Edward Munch, Modigliani, James Joyce´s Women, Shoot the Moon, The Elephant Man, The Crying Game, Strangers on a Train, King Lear, Kaspar Hauser, Lawrence of Arabia, A Man for all Seasons, Amores Perros, Sylvia, A Beautiful Mind, Breaking the Waves, Rain Man (1988). Sjá einnig þekkinarviðmið.

    

Forkröfur

KVIK2UK05 eða KVIK2ÞT05 eða KVIK2SK05 eða KVIK2SH05 eða KVIK2EK05 eða KVIK2ÚK05 eða KVIK2NT05 eða KVIK2SA05

eða áfangi á þriðja þrepi í sálfræði eða þriðja þrepi í félagsfræði

 

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast og skilning á sálfræðilegum þáttum sem birtast í kvikmyndun svo sem:

  • Greiningu persónuleika – Alexander Payne: Sideways. (Óskarsverðlaun: Besta aðlagaða handrit)
  • Hjartahlýju – Dany Boon: Welcome to the Sticks (2007; Frakkland). Gamanmynd
  • Að vera öðruvísi – Lee Daniels: Precious (2008)
  • Reiði, sársauki, bældar tilfinningar, sorg – Oren Moverman: The Messenger (2008)
  • Firring, tilfinningatengsl – Jason Reitman: Up in the Air (2009)
  • Kynhverfur karlmaður, alkóhólismi – Tom Ford: A Single Man (2009)
  • Hjónaskilnaður, gyðingdómur – Coen bræður: A Serious Man (2009)
  • Tilhugalíf, ást, hjónaband, skilnaður, sættir – Derek Cianfrance: Blue Valentine (2009)
  • Fordómar, einhverfa – Karan Johar: My Name is Kahn (2010); Indland
  • Slæmt fjölskyldumynstur (disfunctional family): The Fighter (2010). Tvenn Óskarsverðlaun fyrir aukahlutverk
  • Kynhverfur persónuleiki og fordómar: Milk (2008). Óskarar: Besti leikari í aðalhlutverki (Sean Penn) og best frumsamda handritið
  • Hjónaband – heiðarleiki: Enemies, a Love Story (1989)
  • Hjónabandserfiðleikar: Who´s Afraid of Virgina Woolf (1966)
  • Rofinn persónuleiki: Sybil (1976)
  • Vítahringir í fjölskyldunni, veikir persónuleikar: Long Day´s Journey Into Night (1962, 1996). Nóbelsverðlauna sjálfsævisögulegt leikrit Eugene O´Neill
  • Eyðni: Philadelphia (1993) Jonathan Demme
  • Alkóhólismi: Fat City (1972), John Huston; Barfly (1987)
  • Einmanaleiki: Sherman´s March (1986), sjálfsævisöguleg heimildarmynd + fjölskyldan: Time Indefinite (1993, framhaldsmynd)
  • Geðklofi: I Never Promised You a Rosegarden (1977), 16 ára stúlka haldin geðklofa leita lækninga
  • Samskipti kynjanna: Four Weddings and a Funeral (1994)
  •  Ást: Shakespeare in Love (1998)
  • Rómantík: Love Affair (1939); endurgerð – An Affair to Remeber (1957), borin saman við nýrri endurgerð (að hluta): Sleepless in Seattle (1993)
  • Að vera barn: Big (Tom Hanks í aðalhlutverki)
  • Bæling: A Passage to India (1984) eftir sögu E.M. Forster
  • Kennsla: Dead Poet´s Society (1989)
  • Fíkn: Lovers: A True Story (1990) byggð á atburðum sem áttu sér stað í raun og veru
  • Sálarlíf húsasmiða: Mac (1992)
  • Sannleikur, yfirhylming og ofverndun: Mendel (1998) þýsk-norsk mynd
  • Mótvindur: Sturla Gunnarsson – Such a Long Journey (1998) gerist í Bombay árið 1971, byggð á sögu eftir Rohinton Mistry
  • Styrkur einstaklinsins og sérhæfileikar: Billy Elliot (2000) ellefu ára drengur árið 1984 í kolanámuhéraði, fer ekki hefbundna leið
  • Útlitið og sjálfstraustið: Cyraon de Bergerac (1950, 1990) yngri myndin frönsk með Gerard Depardieu. Roxanne (1987), The Truth about Cats and Dogs (1996)
  • Líkamleg bæklun: The Elephant Man (1980). My Left Foot (1989). Scent of a Woman (1992)
  • Líknardauði: Whose Life is it Anyway (1981)
  • Fíkn og/eða færni: Thursday´s Game (1974). The Hustler (1961) og framhaldið – The Colour of Money (1986). Altman: California Split (1974)
  • Hommar: The Boys in the Band (1970)
  • Meðferð: Clean and Sober (1988)

 

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í:

  • Greina mismundandi persónuleika í kvikmyndum út frá persónuleika-sálarfræði
  • Átta sig á samskiptamunnstir fólks út frá stöðu þess (hástaða – lágstaða)
  • Að skoða kvikmyndir út frá sjónarhorni sálfræðinnar
  • Að setja sig í spor þeirra sem minna mega sín, skilja þá og hafa samúð með þeim

 

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt sér þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Eiga betri samskipti við aðra á forsendum innsæist sem hlýst af kynningu af mismunandi persónum og fjölbreytilegum  mannleg­um aðstæðum í kvikmyndum
  • Rökstyðja mál sitt þegar fleiri en ein hlið er á málum eins og til dæmis varðandi líknardauða

 

Námsmat

Símat: Tvö próf og ritgerð sem fjallar um samanburð á tveimur eða fleiri persónuleikum úr tveimur ólíkum kvikmyndum