SÁLF3FÖ05

Titill

Fötlun, áföll, öldrun

Námsgrein Sálfræði
Viðfangsefni Fjallað um fötlun, áföll og öldrun í víðu samhengi
Skammstöfun SÁLF3FÖ05
Þrep 3
Einingafjöldi 5
Lýsing

Fjallað er um fötlun og áhrif fötlunar á sjálfsmynd og líf einstaklings og fjölskyldu hans. Viðhorf til aldraðra eru skoðuð og nemendur taka einkaviðtal við eldri borgara þar sem lífshlaup er rakið og aðlögun einstaklings að breytingum vegna aldurs sérstaklega skoðuð.

Forkröfur

SÁLF2IN05 eða áfangi á öðru þrepi í félagsgreinum

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á eftirfarandi atriðum:

  • áföll og áfallastreita
  • sálræn kreppa og áfallahjálp
  • kvíða og sorg
  • hvað fötlun er
  • átta sig á að ýmsar hindranir, sem mæta fötluðu fólki, tengjast fremur félagslegum þáttum og hefðum en skertu atgerfi þeirra sem búa við fötlun
  • geri sér grein fyrir að fatlaðir eru ólíkir einstaklingar sem hafa vilja og getu til að nýta hæfileika sína, stjórna eigin lífi og eiga rétt á að deila kjörum með ófötluðum
  • viðurkenni að menn, óháð andlegu og líkamlegu atgerfi, eiga sama rétt til að nýta sameiginleg gæði samfélagsins og oft þurfi að laga ytra umhverfi og almenna þjónustu að sérþörfum fatlaðra
  • öðlist innsýn í áhrif fötlunar á sjálfsmynd einstaklingsins
  • fái innsýn í áhrif fötlunar á aðra fjölskyldumeðlimi og hvernig búið er að foreldrum sem eiga fötluð börn
  • öðlist þekkingu á hvernig aðstæður fatlaðra eru hvað varðar þjálfun, nám, heimili, vinnu, tómstundir og aðlögun
  • viti hvað felst í hugtökum eins og áfallastreitu og áfallahjálp
  • þekki eðlileg viðbrögð fólks við óeðlilegum aðstæðum
  • öðlist innsýn í einkenni sorgarferlis
Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • skilja hugtök eins og kvíði, kvíðaviðbrögð og kreppa, t.d. áfallakreppa og þroskakreppa
  • gera sér grein fyrir gildi samskipta og hvernig eigin framkoma getur haft áhrif á líðan annarra
  • átta sig á áhrifum stofnanadvalar og þess að vera háður öðrum
  • gera sér grein fyrir helstu áhrifum öldrunar á hugsun og líkama
  • þekkja hvað átt er við með hugtökunum líffræðilegur, sálrænn og félagslegur aldur
  • velta fyrir sér viðhorfum til aldraðra í dag og réttmæti þeirra
Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt sér þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • vinna með fötluðum
  • átta sig betur á fjölbreytileika mannlífsins
  • skilja betur mismunandi einstaklingseinkenni og sjálfsmynd
  • fara í frekara nám á þessu sviði
Námsmat

Símat: Tvö próf, eitt verkefni og ritgerð